Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. febrúar 2012 07:30 Thierry Henry skoraði sigurmark Arsenal í síðasta leik. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að gerast á San Síró. Þetta er líklega síðasti leikur Thierrys Henry á ferlinum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt," segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið". Það er skipað iðnaðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leikur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur", sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraðaupphlaup." Pétur bendir knattspyrnuáhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Englendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvægasti leikmaður Arsenal," sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leikinn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að gerast á San Síró. Þetta er líklega síðasti leikur Thierrys Henry á ferlinum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt," segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið". Það er skipað iðnaðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leikur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur", sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraðaupphlaup." Pétur bendir knattspyrnuáhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Englendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvægasti leikmaður Arsenal," sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leikinn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira