Tónlist

Tónleikar til heiðurs Cash

Cash hefði orðið áttræður 26. febrúar næstkomandi.
Cash hefði orðið áttræður 26. febrúar næstkomandi.
Minningartónleikar um tónlistarmanninn Johnny Cash verða haldnir í Lindakirkju 26. febrúar, sama dag og hann hefði orðið áttræður.

Söngvarar verða Björgvin Halldórsson, Regína Ósk, Svenni Þór, Ingó Veðurguð og Arnar Ingi Ólafsson. Auk þess syngur kór Lindakirkju á tónleikunum undir stjórn Óskars Einarssonar. Hljómsveitina skipa Óskar Einarsson á píanó, Jóhann Ásmundsson á bassa, Friðrik Karlsson á gítar, Sigurgeir Sigmundsson á gítar og Benedikt Brynleifsson á trommur. Milli atriða verða sagðar sögur af Johnny Cash og ævi hans reifuð í stórum dráttum. Miðar eru seldir í Lindakirkju og í Kirkjuhúsinu á Laugavegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×