Flýgur frá Hollywood til að taka upp nokkrar setningar 22. febrúar 2012 13:15 Þorvaldi Davíð Kristjánssynivar flogið heim frá Los Angeles í snatri til að laga nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik en það styttist óðum í frumsýninguna 2 mars. „Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef lagt í fyrir jafn litla vinnu," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem er nýkominn til landsins til að taka upp nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik. Þorvaldur leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni en það vantaði að laga nokkrar setningar sem Þorvaldur fer með fyrir frumsýningu myndarinnar hérlendis 2. mars. Þorvaldi var því óvænt flogið heim í snatri til að taka upp þessa hljóðbúta en hann er búsettur í Los Angeles ásamt unnustu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur. Þorvaldur kom á mánudagsmorguninn og var sérstaklega glaður yfir að geta verið viðstaddur frumsýninguna. „Þetta er mjög lítið sem vantaði og ég klára að taka það upp í dag eða á morgun. Þetta er spurning um nokkrar setningar en fyrst þeir flugu mér heim gat ég ekki staðist það að vera framyfir frumsýninguna," segir Þorvaldur en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Rotterdam og Berlín þar sem hún hefur fengið góðar viðtökur. „Hljóðið var klárað í flýti rétt fyrir heimsfrumsýninguna í Rotterdam og þetta var spurning um að fínpússa nokkra hluti." Þorvaldur er spenntur fyrir frumsýningunni hérlendis og óhætt er að segja að landinn sé það líka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar er bók Stefáns Mána, sem myndin er byggð á, kominn á topp kiljulista Forlagsins. Það er Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta og Damon Younger eru á meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. „Ég er mjög spenntur að fá viðbrögðin. Myndin er gróf og lýsir undirheiminum á Íslandi vel," segir Þorvaldur og bætir við að hann sé sáttur með útkomuna. Þorvaldur nær þó ekki að staldra lengi við á Íslandi en hann heldur aftur til Los Angeles daginn eftir frumsýninguna. Þar reynir hann fyrir sér í borg englana en hann útskrifaðist frá leikaranámi Julliard skólans síðastliðið vor. „Ég er að fara á fundi og get vonandi tekið myndina með mér út til að sýna hana. Maður þarf að fylgja þessu eftir," segir hann. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
„Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef lagt í fyrir jafn litla vinnu," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem er nýkominn til landsins til að taka upp nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik. Þorvaldur leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni en það vantaði að laga nokkrar setningar sem Þorvaldur fer með fyrir frumsýningu myndarinnar hérlendis 2. mars. Þorvaldi var því óvænt flogið heim í snatri til að taka upp þessa hljóðbúta en hann er búsettur í Los Angeles ásamt unnustu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur. Þorvaldur kom á mánudagsmorguninn og var sérstaklega glaður yfir að geta verið viðstaddur frumsýninguna. „Þetta er mjög lítið sem vantaði og ég klára að taka það upp í dag eða á morgun. Þetta er spurning um nokkrar setningar en fyrst þeir flugu mér heim gat ég ekki staðist það að vera framyfir frumsýninguna," segir Þorvaldur en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Rotterdam og Berlín þar sem hún hefur fengið góðar viðtökur. „Hljóðið var klárað í flýti rétt fyrir heimsfrumsýninguna í Rotterdam og þetta var spurning um að fínpússa nokkra hluti." Þorvaldur er spenntur fyrir frumsýningunni hérlendis og óhætt er að segja að landinn sé það líka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar er bók Stefáns Mána, sem myndin er byggð á, kominn á topp kiljulista Forlagsins. Það er Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta og Damon Younger eru á meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. „Ég er mjög spenntur að fá viðbrögðin. Myndin er gróf og lýsir undirheiminum á Íslandi vel," segir Þorvaldur og bætir við að hann sé sáttur með útkomuna. Þorvaldur nær þó ekki að staldra lengi við á Íslandi en hann heldur aftur til Los Angeles daginn eftir frumsýninguna. Þar reynir hann fyrir sér í borg englana en hann útskrifaðist frá leikaranámi Julliard skólans síðastliðið vor. „Ég er að fara á fundi og get vonandi tekið myndina með mér út til að sýna hana. Maður þarf að fylgja þessu eftir," segir hann. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira