Íslensk tónskáld fá aukin tækifæri í Hollywood 25. febrúar 2012 15:00 kvikmyndatónskáld Íslensku kvikmyndatónskáldin Barði Jóhannsson, Jóhann Jóhannsson, Atli Örvarsson, Jónsi og Ólafur Arnalds eru farin að fá aukin tækifæri í Hollwyood. Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýjasti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Hollywood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlistina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titilrullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafalítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood-mynd með stjörnum í aðalhlutverkunum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borgað fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðalhlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu kvikmyndatónskálda í Hollywood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismunandi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf peningurinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu." Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Hollywood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á komandi árum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sjá meira
Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýjasti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Hollywood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlistina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titilrullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafalítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood-mynd með stjörnum í aðalhlutverkunum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borgað fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðalhlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu kvikmyndatónskálda í Hollywood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismunandi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf peningurinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu." Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Hollywood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á komandi árum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sjá meira