Hrunadansinn hafinn á ný Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg. Fleiri nýir Range Rover jeppar voru á Íslandi en samanlagt í Danmörku og Svíþjóð. Næst flestar pantanir bárust frá Íslandi af öllum löndum heims á nýjustu gerð af Toyota Landcruiser – næst á eftir pöntunum frá Rússlandi. Og allt í skuld! Öllum má ljóst vera að þó ekkert bankahrun hefði orðið stefndu fjölmörg íslensk heimili í sitt einkahrun. Sextán þúsund heimili voru komin á vanskilaskrá – fyrir hrun! Nú er bankahrunið að baki og helsta umræðuefni dagana langa er hvað eigi að gera til þess að létta skuldum af heimilunum – og hverjir aðrir eigi að borga skuldir þeirra. Þegar sú umræða stendur sem hæst berast fréttir af því, að á sex síðustu mánuðum ársins 2011 hafi yfirdráttarskuldir heimilanna aukist um 18 þúsund milljónir króna. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru nú komnar á svipað stig og undir árslok 2008 – fyrir hrun! Sumir gætu haldið að þessi skuldaaukning stafaði einvörðungu af þröngri fjárhagsstöðu heimila. Svo er þó ekki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur einkaneyslan aukist umtalsvert – og alla þá neysluaukningu kosta heimilin með dýrustu lántökum sem unnt er að efna til. Aukning yfirdráttarskulda er alfarið ákvörðun heimilanna sjálfra til þess að borga fyrir aukna neyslu sem einnig er ákvörðun heimilanna sjálfra. Á sama tíma er rætt um nauðsyn þess að létta húsnæðisskuldunum af. Hvað svo sem þeirri umræðu líður og sanngirnissjónarmiðunum þar þá virðist ljóst vera, að hrunadansinn er að hefjast aftur. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að ástunda neyslu, sem þau eru ekki borgunarmenn fyrir. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að kosta neyslu sína með dýrustu lánum, sem um getur. Ekkert neyðir þau til þess. Og það atferli eitt út af fyrir sig skýrir það, sem sagt er að séu batamerki í íslenskum þjóðarbúskap – hagvöxt síðasta ár. Íslenska eyðsluklóin virðist ekkert geta lært. Með annarri hendinni teygir hún sig eftir óhagstæðustu lánum sem hugsast getur til þess að kosta neyslu sína. Með hinni hendinni krefur hún samfélagið um að leggja eyri í lófa karls, karls svo niðurgreiða megi vexti á húsnæðislánunum og afskrifa skuldir vegna húsnæðis- og bílakaupa. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ég veit, að fyrir það eitt að benda á þessar staðreyndir fær fólk yfir sig skítkast og níð – en svona er þetta nú samt. Skítkastið ræður ekki bót á því. Segir hins vegar aðra sögu – engu fegurri. Söguna um innræti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg. Fleiri nýir Range Rover jeppar voru á Íslandi en samanlagt í Danmörku og Svíþjóð. Næst flestar pantanir bárust frá Íslandi af öllum löndum heims á nýjustu gerð af Toyota Landcruiser – næst á eftir pöntunum frá Rússlandi. Og allt í skuld! Öllum má ljóst vera að þó ekkert bankahrun hefði orðið stefndu fjölmörg íslensk heimili í sitt einkahrun. Sextán þúsund heimili voru komin á vanskilaskrá – fyrir hrun! Nú er bankahrunið að baki og helsta umræðuefni dagana langa er hvað eigi að gera til þess að létta skuldum af heimilunum – og hverjir aðrir eigi að borga skuldir þeirra. Þegar sú umræða stendur sem hæst berast fréttir af því, að á sex síðustu mánuðum ársins 2011 hafi yfirdráttarskuldir heimilanna aukist um 18 þúsund milljónir króna. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru nú komnar á svipað stig og undir árslok 2008 – fyrir hrun! Sumir gætu haldið að þessi skuldaaukning stafaði einvörðungu af þröngri fjárhagsstöðu heimila. Svo er þó ekki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur einkaneyslan aukist umtalsvert – og alla þá neysluaukningu kosta heimilin með dýrustu lántökum sem unnt er að efna til. Aukning yfirdráttarskulda er alfarið ákvörðun heimilanna sjálfra til þess að borga fyrir aukna neyslu sem einnig er ákvörðun heimilanna sjálfra. Á sama tíma er rætt um nauðsyn þess að létta húsnæðisskuldunum af. Hvað svo sem þeirri umræðu líður og sanngirnissjónarmiðunum þar þá virðist ljóst vera, að hrunadansinn er að hefjast aftur. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að ástunda neyslu, sem þau eru ekki borgunarmenn fyrir. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að kosta neyslu sína með dýrustu lánum, sem um getur. Ekkert neyðir þau til þess. Og það atferli eitt út af fyrir sig skýrir það, sem sagt er að séu batamerki í íslenskum þjóðarbúskap – hagvöxt síðasta ár. Íslenska eyðsluklóin virðist ekkert geta lært. Með annarri hendinni teygir hún sig eftir óhagstæðustu lánum sem hugsast getur til þess að kosta neyslu sína. Með hinni hendinni krefur hún samfélagið um að leggja eyri í lófa karls, karls svo niðurgreiða megi vexti á húsnæðislánunum og afskrifa skuldir vegna húsnæðis- og bílakaupa. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ég veit, að fyrir það eitt að benda á þessar staðreyndir fær fólk yfir sig skítkast og níð – en svona er þetta nú samt. Skítkastið ræður ekki bót á því. Segir hins vegar aðra sögu – engu fegurri. Söguna um innræti.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun