Viðtalstímar – gamaldags eða ekki? Guðríður Arnardóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar viðtalstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mánaða meirihlutinn tók við í Kópavogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýttir þrátt fyrir að hafa verið auglýstir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtímabili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila. Bæjarbúar sem þurfa að ná tali af bæjarfulltrúum einfaldlega senda þeim tölvupóst eða slá á þráðinn, við erum öll í símaskránni. Oftar en ekki óska bæjarbúar eftir því að fá að hitta okkur vegna tiltekinna mála og veit ég ekki til annars en það sé auðsótt mál, a.m.k. höfum við í Samfylkingunni aldrei vísað nokkrum manni á dyr. Eftir kosningar 2010 var ákveðið að leggja af þessa reglulegu fundartíma bæjarfulltrúa og þess í stað bjóða hverjum og einum bæjarfulltrúa að ráða því með hvaða hætti hann helst vildi vera í samskiptum við bæjarbúa. Þar gátu menn valið hvort þeir höfðu reglulega viðtalstíma eða ekki. Undirrituð hefur t.d. verið með vikulega viðtalstíma sem kynntir eru á heimasíðu bæjarins og hefur það ekkert breyst þótt ég gegni nú ekki formennsku í bæjarráði lengur. Aðgengi bæjarbúa í Kópavogi að bæjarfulltrúum er afar gott og veit ég ekki annað en við öll séum boðin og búin að hitta bæjarbúa sé þess óskað, nú eða svara símanum liggi einhverjum eitthvað á hjarta. Það heyrðist heldur ekki múkk í Karen eða oddvita Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma þegar þetta var lagt af. Það að Karen skuli nú gera að yrkisefni sínu umræður um reglulega fundartíma bæjarstjórnar lýsir frekar mikilli málefnafátækt. Auk þess kýs hún að stilla málinu þannig upp að gagnrýni okkar á þetta fyrirkomulag sé vegna þess að við „nennum ekki“ að hitta bæjarbúa og þar veit hún auðvitað miklu betur. Hafsteinn Karlsson gerði góðlátlegt grín að þessu afturhvarfi til fortíðar. Einkum vegna þess að nýr meirihluti keppist nú við að afnema allar þær stjórnsýsluumbætur sem fyrri meirihluti réðist í á 20 mánaða tímabili. Þar ætla þeir að fjölga nefndum bæjarins og þenja út stjórnsýsluna svo allt verði eins og það var þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur fóru síðast frá völdum. Okkur finnst það auðvitað dapurleg staðreynd að nú skuli menn keppast við að innleiða gamaldags stjórnsýslu að nýju í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar viðtalstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mánaða meirihlutinn tók við í Kópavogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýttir þrátt fyrir að hafa verið auglýstir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtímabili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila. Bæjarbúar sem þurfa að ná tali af bæjarfulltrúum einfaldlega senda þeim tölvupóst eða slá á þráðinn, við erum öll í símaskránni. Oftar en ekki óska bæjarbúar eftir því að fá að hitta okkur vegna tiltekinna mála og veit ég ekki til annars en það sé auðsótt mál, a.m.k. höfum við í Samfylkingunni aldrei vísað nokkrum manni á dyr. Eftir kosningar 2010 var ákveðið að leggja af þessa reglulegu fundartíma bæjarfulltrúa og þess í stað bjóða hverjum og einum bæjarfulltrúa að ráða því með hvaða hætti hann helst vildi vera í samskiptum við bæjarbúa. Þar gátu menn valið hvort þeir höfðu reglulega viðtalstíma eða ekki. Undirrituð hefur t.d. verið með vikulega viðtalstíma sem kynntir eru á heimasíðu bæjarins og hefur það ekkert breyst þótt ég gegni nú ekki formennsku í bæjarráði lengur. Aðgengi bæjarbúa í Kópavogi að bæjarfulltrúum er afar gott og veit ég ekki annað en við öll séum boðin og búin að hitta bæjarbúa sé þess óskað, nú eða svara símanum liggi einhverjum eitthvað á hjarta. Það heyrðist heldur ekki múkk í Karen eða oddvita Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma þegar þetta var lagt af. Það að Karen skuli nú gera að yrkisefni sínu umræður um reglulega fundartíma bæjarstjórnar lýsir frekar mikilli málefnafátækt. Auk þess kýs hún að stilla málinu þannig upp að gagnrýni okkar á þetta fyrirkomulag sé vegna þess að við „nennum ekki“ að hitta bæjarbúa og þar veit hún auðvitað miklu betur. Hafsteinn Karlsson gerði góðlátlegt grín að þessu afturhvarfi til fortíðar. Einkum vegna þess að nýr meirihluti keppist nú við að afnema allar þær stjórnsýsluumbætur sem fyrri meirihluti réðist í á 20 mánaða tímabili. Þar ætla þeir að fjölga nefndum bæjarins og þenja út stjórnsýsluna svo allt verði eins og það var þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur fóru síðast frá völdum. Okkur finnst það auðvitað dapurleg staðreynd að nú skuli menn keppast við að innleiða gamaldags stjórnsýslu að nýju í Kópavogi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun