Sameining bankanna var áhugamál JP Morgan 13. mars 2012 07:00 Lárus sagði það hafa verið vonbrigði að tíminn fram að gjalddaga á láni Glitnis, um þrjár vikur, hafi ekki verið nýttur í stað þess að þjóðnýta bankann strax í lok september. fréttablaðið/GVA Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda „Glitnishelgarinnar“ hafi verið „gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi. Lárus sagði aðstæður hafa breyst mikið í upphafi árs 2008. Í mars hefði Glitnir unnið ansi viðamikla aðgerðaáætlun sem miðaði að því að auka lausafé bankans. Lárus leit svo á að bankinn hefði átt gott samstarf við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið (FME). Á meðal þeirra aðgerða sem unnið var að, var að selja starfsemi bankans í Noregi, selja lánasafn í Lúxemborg og loka ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Auk þess hefði verið unnið að því að tvískrá hlutabréf bankans, en því verkefni var breytt þegar leið á árið á þá leið að reyna að sækja fé beint til fjárfestingasjóða. Þá var sameining Glitnis við Landsbankann sérstakt áhugamál bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan, helsta ráðgjafa Glitnis, sagði Lárus. Aldrei hefði þó komið nein niðurstaða í það mál þrátt fyrir ýmiss konar viðræður. Lárus sagði ástæðu þess að Glitnir leitaði til Seðlabankans í aðdraganda Glitnishelgarinnar svokölluðu vera þá að JP Morgan hefði mælt með því að Glitnir myndi athuga hvort Seðlabankinn gæti lánað sér gegn veði í norsku lánasöfnunum. Eftir fyrstu fundina með bankastjórum Seðlabankans hefði Lárus síðan ekkert heyrt frá þeim fyrr en á sunnudagskvöld þegar honum var tilkynnt að ríkið ætlaði að taka 75% hlut í bankanum. Það voru, að hans mati, gríðarleg vonbrigði, enda voru enn um þrjár vikur fram að gjalddaganum sem Glitnir var mögulega að lenda í vandræðum með að standa við. Lárus sagði að hann hefði viljað fá skýrari stefnu um hvernig yfirtakan myndi líta út og að hugmyndin yrði útfærð betur, meðal annars með því að hafa samband við alþjóðlegu matsfyrirtækin. Landsdómur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda „Glitnishelgarinnar“ hafi verið „gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi. Lárus sagði aðstæður hafa breyst mikið í upphafi árs 2008. Í mars hefði Glitnir unnið ansi viðamikla aðgerðaáætlun sem miðaði að því að auka lausafé bankans. Lárus leit svo á að bankinn hefði átt gott samstarf við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið (FME). Á meðal þeirra aðgerða sem unnið var að, var að selja starfsemi bankans í Noregi, selja lánasafn í Lúxemborg og loka ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Auk þess hefði verið unnið að því að tvískrá hlutabréf bankans, en því verkefni var breytt þegar leið á árið á þá leið að reyna að sækja fé beint til fjárfestingasjóða. Þá var sameining Glitnis við Landsbankann sérstakt áhugamál bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan, helsta ráðgjafa Glitnis, sagði Lárus. Aldrei hefði þó komið nein niðurstaða í það mál þrátt fyrir ýmiss konar viðræður. Lárus sagði ástæðu þess að Glitnir leitaði til Seðlabankans í aðdraganda Glitnishelgarinnar svokölluðu vera þá að JP Morgan hefði mælt með því að Glitnir myndi athuga hvort Seðlabankinn gæti lánað sér gegn veði í norsku lánasöfnunum. Eftir fyrstu fundina með bankastjórum Seðlabankans hefði Lárus síðan ekkert heyrt frá þeim fyrr en á sunnudagskvöld þegar honum var tilkynnt að ríkið ætlaði að taka 75% hlut í bankanum. Það voru, að hans mati, gríðarleg vonbrigði, enda voru enn um þrjár vikur fram að gjalddaganum sem Glitnir var mögulega að lenda í vandræðum með að standa við. Lárus sagði að hann hefði viljað fá skýrari stefnu um hvernig yfirtakan myndi líta út og að hugmyndin yrði útfærð betur, meðal annars með því að hafa samband við alþjóðlegu matsfyrirtækin.
Landsdómur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira