Auðvelt að kaupa Ísland Ögmundur Jónasson skrifar 13. mars 2012 06:00 Kínversk fjárfestingarfyrirtæki vildu nýlega kaupa Grímsstaði á Fjöllum eins og flestir vita. Um var að ræða þrjú hundruð ferkílómetra land. Hugmyndin var að reisa hótel og ferðamannabústaði. Jafnframt var látið fylgja með að áhugi væri á því að styrkja flugbraut sem þarna væri að finna. Kaupverðið var milljarður. Kínverjar eru ekki einir í landvinningahugleiðingum. Eftirfarandi fréttafrásögn var á vefmiðlinum Pressunni í vikunni sem leið: „Fjórir rússneskir auðjöfrar fóru í viðamikla skoðunarferð á þyrlu í síðustu viku. Tilgangurinn var að skoða hentugar jarðir til að kaupa. Ferð þeirra var skipulögð í smáatriðum. Fjórmenningarnir leigðu þyrlu til að fá sem best útsýni og ná sem mestri yfirferð um Suðurland og segir í Sunnlenska að þeir hafi skoðað jarðir í Biskupstungum, Reykjanesi og Rangárvallasýslu. Rússnesku auðjöfrarnir fóru héðan til Alaska til að skoða jarðir þar." Bæði Kína og Rússland standa utan hins Evrópska efnahagssvæðis. Þess vegna geta hvorki Kínverjar né Rússar umyrðalaust keypt upp landið. Lagaskorður eru þarna enn til varnar en þyrftu að vera mun víðtækari. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingiskona hefur sett fram þingmál um að slíkar skorður verði reistar gagnvart fulltrúum erlendra stórvelda og erlendum kaupspekúlentum, einnig frá hinu Evrópska efnahagssvæði, með það að leiðarljósi að halda eignarhaldi á landi í íslensku samfélagi. Ísland allt á 400 milljarða?Auðkýfingum og stórveldum myndi reynast Ísland auðkeyptur biti ef engar fyrirstöður væru í lögum eða hugarfari. Samkvæmt reiknireglunni frá Grímsstöðum færu þúsund ferkílómetrar á þrjá milljarða, eða eigum við að segja fjóra. Í framhaldinu mætti ætla að Ísland allt gengi á fjögur hundruð milljarða. Eigum við kannski að vera varfærin og tvöfalda þá upphæð eða jafnvel fjórfalda og rúmlega það og segja tvö þúsund milljarða? Það eru talsverðir peningar fyrir íslenska bændur en smáaurar þegar stórir stórveldahagsmunir eru í húfi. Það vita heimsveldin, sem hugsa hundrað ár fram í tímann, en búa nú í haginn fyrir framtíðina með því að koma upp litlum sjálfbærum nýlendukjörnum víðs vegar um heiminn innan landamæra gamalgróinna ríkja; kjörnum með allt til alls. Jafnvel eigin flugvelli. Auðmenn og fjárfestingarsamsteypur á höttunum eftir jarðnæði og auðlindum og þá sérstaklega vatninu — gulli framtíðarinnar — kunna líka á slíka langtímahugsun. En hvað með Íslendinga? Ræður skammtíma gróðahugsun ennþá för? Getur það verið? Nánast sama hvert litið er í heiminum nú um stundir; nánast alls staðar eru erlend ríki að reisa skorður við jarðnæðissölu út fyrir eigin landamæri. Hér á okkar ísalandi telja alltof margir hins vegar að allt standi og falli með því að fá eitthvað gert í snarhasti, bara eitthvað, þess vegna hótel og hví ekki hótel með flugvelli? En hótel verða ekki rekin, hvorki á Grímsstöðum á Fjöllum né annars staðar án hótelgesta og það margra. Einsemdin í Herðubreiðarlindum á stórmarkað?Sjá menn það kannski fyrir sér að selja öllum þúsundunum einsemdina í Herðubreiðarlindum? Hvað þola þær? Væri ekki ráð að gefa sér stund til að hugleiða afleiðingar ráðagjörða sinna, sérstaklega hinna stórbrotnari? Fyrir lítið samfélag og viðkvæmt land er ekki allt fengið með stærð og fjölda. Hið gagnstæða gæti reynst gæfudrýgra: Að leggja áherslu á jafnvægi og sátt við náttúru og samfélag. Þá er það hugarfarið. Þótt breyta þurfi reglum og lögum nægir það ekki eitt. Ef við ætlum ekki að láta taka af okkur landið verðum við að hafa trú á eigin getu. Uppbygging tuttugustu aldarinnar réðst af slíkri afstöðu. Yfirráð yfir landi og auðævum varðar hagsmuni okkar sem samfélags og þjóðar um ókominn tíma. Þess vegna verðum við að virkja vitsmuni okkar og sýna fyrirhyggju. Svo er það allt önnur saga að á Íslandi eru nógir peningar. Peningahirslur fjármálastofnana eru að springa. Spurningin snýst um það eitt að koma fénu á beit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kínversk fjárfestingarfyrirtæki vildu nýlega kaupa Grímsstaði á Fjöllum eins og flestir vita. Um var að ræða þrjú hundruð ferkílómetra land. Hugmyndin var að reisa hótel og ferðamannabústaði. Jafnframt var látið fylgja með að áhugi væri á því að styrkja flugbraut sem þarna væri að finna. Kaupverðið var milljarður. Kínverjar eru ekki einir í landvinningahugleiðingum. Eftirfarandi fréttafrásögn var á vefmiðlinum Pressunni í vikunni sem leið: „Fjórir rússneskir auðjöfrar fóru í viðamikla skoðunarferð á þyrlu í síðustu viku. Tilgangurinn var að skoða hentugar jarðir til að kaupa. Ferð þeirra var skipulögð í smáatriðum. Fjórmenningarnir leigðu þyrlu til að fá sem best útsýni og ná sem mestri yfirferð um Suðurland og segir í Sunnlenska að þeir hafi skoðað jarðir í Biskupstungum, Reykjanesi og Rangárvallasýslu. Rússnesku auðjöfrarnir fóru héðan til Alaska til að skoða jarðir þar." Bæði Kína og Rússland standa utan hins Evrópska efnahagssvæðis. Þess vegna geta hvorki Kínverjar né Rússar umyrðalaust keypt upp landið. Lagaskorður eru þarna enn til varnar en þyrftu að vera mun víðtækari. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingiskona hefur sett fram þingmál um að slíkar skorður verði reistar gagnvart fulltrúum erlendra stórvelda og erlendum kaupspekúlentum, einnig frá hinu Evrópska efnahagssvæði, með það að leiðarljósi að halda eignarhaldi á landi í íslensku samfélagi. Ísland allt á 400 milljarða?Auðkýfingum og stórveldum myndi reynast Ísland auðkeyptur biti ef engar fyrirstöður væru í lögum eða hugarfari. Samkvæmt reiknireglunni frá Grímsstöðum færu þúsund ferkílómetrar á þrjá milljarða, eða eigum við að segja fjóra. Í framhaldinu mætti ætla að Ísland allt gengi á fjögur hundruð milljarða. Eigum við kannski að vera varfærin og tvöfalda þá upphæð eða jafnvel fjórfalda og rúmlega það og segja tvö þúsund milljarða? Það eru talsverðir peningar fyrir íslenska bændur en smáaurar þegar stórir stórveldahagsmunir eru í húfi. Það vita heimsveldin, sem hugsa hundrað ár fram í tímann, en búa nú í haginn fyrir framtíðina með því að koma upp litlum sjálfbærum nýlendukjörnum víðs vegar um heiminn innan landamæra gamalgróinna ríkja; kjörnum með allt til alls. Jafnvel eigin flugvelli. Auðmenn og fjárfestingarsamsteypur á höttunum eftir jarðnæði og auðlindum og þá sérstaklega vatninu — gulli framtíðarinnar — kunna líka á slíka langtímahugsun. En hvað með Íslendinga? Ræður skammtíma gróðahugsun ennþá för? Getur það verið? Nánast sama hvert litið er í heiminum nú um stundir; nánast alls staðar eru erlend ríki að reisa skorður við jarðnæðissölu út fyrir eigin landamæri. Hér á okkar ísalandi telja alltof margir hins vegar að allt standi og falli með því að fá eitthvað gert í snarhasti, bara eitthvað, þess vegna hótel og hví ekki hótel með flugvelli? En hótel verða ekki rekin, hvorki á Grímsstöðum á Fjöllum né annars staðar án hótelgesta og það margra. Einsemdin í Herðubreiðarlindum á stórmarkað?Sjá menn það kannski fyrir sér að selja öllum þúsundunum einsemdina í Herðubreiðarlindum? Hvað þola þær? Væri ekki ráð að gefa sér stund til að hugleiða afleiðingar ráðagjörða sinna, sérstaklega hinna stórbrotnari? Fyrir lítið samfélag og viðkvæmt land er ekki allt fengið með stærð og fjölda. Hið gagnstæða gæti reynst gæfudrýgra: Að leggja áherslu á jafnvægi og sátt við náttúru og samfélag. Þá er það hugarfarið. Þótt breyta þurfi reglum og lögum nægir það ekki eitt. Ef við ætlum ekki að láta taka af okkur landið verðum við að hafa trú á eigin getu. Uppbygging tuttugustu aldarinnar réðst af slíkri afstöðu. Yfirráð yfir landi og auðævum varðar hagsmuni okkar sem samfélags og þjóðar um ókominn tíma. Þess vegna verðum við að virkja vitsmuni okkar og sýna fyrirhyggju. Svo er það allt önnur saga að á Íslandi eru nógir peningar. Peningahirslur fjármálastofnana eru að springa. Spurningin snýst um það eitt að koma fénu á beit.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar