Hvorki Kanadadal né íslenska krónu Þröstur Ólafsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Smám saman þrengist umræðan um gjaldmiðilsmál okkar. Flestir málsmetandi menn eru komnir á þá skoðun að ekki verði lifað áfram við íslensku krónuna. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft fellur gengi hennar áfram og það styttist í að því gengi verði náð sem erlendir bankar settu á krónuna strax eftir hrunið. Greiningadeild ein spáir því að gengi krónunnar eigi eftir af falla enn umtalsvert næstu árin og óróleiki á gjaldeyrismarkaði muni halda áfram. Þetta segir okkur að þrátt fyrir strangar gjaldeyrishömlur er ekki hægt að halda gengi krónunnar stöðugu. Hún hefur engan grunn til að fóta sig á. Þessu til viðbótar skulum við muna að á sveimi heima og erlendis eru yfir 400 mrð. IKR — svokallaðar aflandskrónur — sem bíða eftir því að verða breytt í gjaldeyri. Þegar það gerist mun það trauðla róa gjaldeyrismarkaðinn eða hækka gengi krónunnar. Gengi IKR er beintengt inn í vísitöluna og þar með við lán almennings og fyrirtækja. Þessi lán munu því hækka ótæpilega næstu árin um leið og greiðslugeta lántaka rýrnar ört. Þetta myndi þýða stórtæka gjaldtöku á almenning og víðtæk gjaldþrot, til viðbótar því sem þegar er orðið. Mun örðugra yrði að glíma við þetta síðara hrun en það fyrra, því svigrúmið nú er minna. Hrun krónunnar er borgað af almenningi, sérstaklega þeim sem tekið hafa verðtryggð lán. Sveigjanleiki krónunnar er ekki kostur eins og sumir vilja vera láta, heldur versti bölvaldur almennings. Núverandi gjaldmiðill er stærsti vandi þjóðarinnar. Hann verður ekki leystur nema skipta krónunni út. Árangur íslenskrar hagstjórnarÞó segja sumir, m.a. hagfræðiprófessorar, að við getum haldið í krónuna með aðhaldi í hagstjórn. Fræðilega má færa ýmis rök fyrir því, þótt það myndi aldrei loka fyrir spákaupmennsku um slíka örmynt. Hagstjórnin yrði því að vera mun aðhaldssamari en með annan gjaldmiðil vegna þess að krónan yrði að sýna ofurstyrk á mörkuðum, ef hún yrði gefin frjáls. Meginrökin gegn þessari hörðu hagstjórn eru þó afleit reynsla okkar til margra áratuga af hagstjórnarvilja íslenskra stjórnmálamanna. Þegar krónan var tekin upp á árunum 1922 til 26 var gengi hennar jafnt gengi dönsku krónunnar. Nú kostar hver dönsk króna u.þ.b. 23 IKR, þó hafa tvisvar verið tekin núll aftan af IKR. Með grófri nálgun má segja að gengi DKR móti IKR sé 2.400. Þetta er árangur íslenskrar hagstjórnar í 85 ár. Vissulega er hagþekking meiri nú en fyrr, og hér búa fjölmargir sérfræðingar sem búa yfir góðri þekkingu. Að því leyti stöndum við ekki illa. Hins vegar er mikil brotalöm á íslenskum stjórnmálum. Þar víkur almannahagur gjarnan fyrir sérhagsmunum og mun svo að öllum líkindum verða áfram. Íslensk stjórnmál eru í fjötrum sérhagsmuna auðlindaatvinnuvega og kjördæma. Ekkert bendir til þess að sérhagsmunagæsla sé á undanhaldi. Hrunið megnaði ekki einu sinni að hrófla við henni. Þarna er fyrst og fremst fámenni okkar um að kenna. Stjórnmálamenn eru of veikburða gegn ágengum og nálægum sérhagsmunum sem tengdir eru við kjósendur í gegnum kjördæmi með útblásinn kosningarétt. Auðlindaatvinnuvegir, einkum landbúnaður og sjávarútvegur, hafa í krafti handhafnar þeirra á íslenskum auðlindum ofurtök á íslensku efnahagslífi. Ef sjálfstæð króna á að eiga framtíð í heimi vaxandi hnattvæðingar og samrunaferlis þjóðríkja í öflugri efnahagsheildir, þyrftum við að umskera starfsgrundvöll fyrrnefndra atvinnuvega, hækka vexti enn frekar og skera niður ríkisútgjöld. Fyrir því er hvorki vilji né geta hjá íslenskum stjórnmálaflokkum. Þetta vita fjölmargir stjórnmálamenn og vilja því hafa gúmmígjaldmiðil áfram sem veltir röngum ákvörðunum þeirra yfir á almenning, án þess að til erfiðra lagasetninga þurfi að koma. KanadadalurFyrir nokkrum misserum kom upp umræða um að við tækjum upp norska krónu. Það voru einkum Vinstri græn sem töldu það eftirsóknarvert. Fljótlega kom í ljós að sá kostur var illa ígrunduð flóttaleið. Vellauðuga olíuríkið Noregur, sem við eigum engin meiriháttar viðskipti við, reyndist ekki heillavænlegur kostur. Næsti flóttafleki virðist vera Kanadadollar. Hann er gjaldmiðill þjóðar sem við eigum hverfandi viðskipti við og endurspeglar á engan hátt íslensk utanríkisviðskipti. Upptaka hans myndi leiða til mikils viðskiptakostnaðar, því skipta þarf honum öllum yfir í annan gjaldmiðil í öllum okkar erlendu viðskiptum. Við værum mun betur settir með danska krónu á ný líkt og Færeyingar. Upptaka Kanadadals er víðs fjarri hagsmunum landsins og er aðeins ný, heldur kjánaleg hugmynd til að flýja undan þeim veruleika, sem blasir við. Fylgismenn þessarar hugmyndar segja að þetta geti verið millilausn, við getum svo skipt um aftur þegar um hægist. Halda menn virkilega að upptaka nýs gjaldmiðils sé eins og að skipta um nærföt? Nýjan gjaldmiðil taka menn ekki upp nema brýna nauðsyn beri til, því það er kostnaðarsamt og getur auðveldlega skekkt hagkerfið með óvissri útkomu. Ef taka verður upp nýjan gjaldmiðil er aðeins sá gjaldmiðill raunhæfur, sem endurspeglar erlend viðskipti okkar best, með seðlabanka þar sem við getum fengið aðstoð til þrautavara fyrir banka landsins. Þessi gjaldmiðill er evran. Allt annað er hættulegur blekkingarleikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Smám saman þrengist umræðan um gjaldmiðilsmál okkar. Flestir málsmetandi menn eru komnir á þá skoðun að ekki verði lifað áfram við íslensku krónuna. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft fellur gengi hennar áfram og það styttist í að því gengi verði náð sem erlendir bankar settu á krónuna strax eftir hrunið. Greiningadeild ein spáir því að gengi krónunnar eigi eftir af falla enn umtalsvert næstu árin og óróleiki á gjaldeyrismarkaði muni halda áfram. Þetta segir okkur að þrátt fyrir strangar gjaldeyrishömlur er ekki hægt að halda gengi krónunnar stöðugu. Hún hefur engan grunn til að fóta sig á. Þessu til viðbótar skulum við muna að á sveimi heima og erlendis eru yfir 400 mrð. IKR — svokallaðar aflandskrónur — sem bíða eftir því að verða breytt í gjaldeyri. Þegar það gerist mun það trauðla róa gjaldeyrismarkaðinn eða hækka gengi krónunnar. Gengi IKR er beintengt inn í vísitöluna og þar með við lán almennings og fyrirtækja. Þessi lán munu því hækka ótæpilega næstu árin um leið og greiðslugeta lántaka rýrnar ört. Þetta myndi þýða stórtæka gjaldtöku á almenning og víðtæk gjaldþrot, til viðbótar því sem þegar er orðið. Mun örðugra yrði að glíma við þetta síðara hrun en það fyrra, því svigrúmið nú er minna. Hrun krónunnar er borgað af almenningi, sérstaklega þeim sem tekið hafa verðtryggð lán. Sveigjanleiki krónunnar er ekki kostur eins og sumir vilja vera láta, heldur versti bölvaldur almennings. Núverandi gjaldmiðill er stærsti vandi þjóðarinnar. Hann verður ekki leystur nema skipta krónunni út. Árangur íslenskrar hagstjórnarÞó segja sumir, m.a. hagfræðiprófessorar, að við getum haldið í krónuna með aðhaldi í hagstjórn. Fræðilega má færa ýmis rök fyrir því, þótt það myndi aldrei loka fyrir spákaupmennsku um slíka örmynt. Hagstjórnin yrði því að vera mun aðhaldssamari en með annan gjaldmiðil vegna þess að krónan yrði að sýna ofurstyrk á mörkuðum, ef hún yrði gefin frjáls. Meginrökin gegn þessari hörðu hagstjórn eru þó afleit reynsla okkar til margra áratuga af hagstjórnarvilja íslenskra stjórnmálamanna. Þegar krónan var tekin upp á árunum 1922 til 26 var gengi hennar jafnt gengi dönsku krónunnar. Nú kostar hver dönsk króna u.þ.b. 23 IKR, þó hafa tvisvar verið tekin núll aftan af IKR. Með grófri nálgun má segja að gengi DKR móti IKR sé 2.400. Þetta er árangur íslenskrar hagstjórnar í 85 ár. Vissulega er hagþekking meiri nú en fyrr, og hér búa fjölmargir sérfræðingar sem búa yfir góðri þekkingu. Að því leyti stöndum við ekki illa. Hins vegar er mikil brotalöm á íslenskum stjórnmálum. Þar víkur almannahagur gjarnan fyrir sérhagsmunum og mun svo að öllum líkindum verða áfram. Íslensk stjórnmál eru í fjötrum sérhagsmuna auðlindaatvinnuvega og kjördæma. Ekkert bendir til þess að sérhagsmunagæsla sé á undanhaldi. Hrunið megnaði ekki einu sinni að hrófla við henni. Þarna er fyrst og fremst fámenni okkar um að kenna. Stjórnmálamenn eru of veikburða gegn ágengum og nálægum sérhagsmunum sem tengdir eru við kjósendur í gegnum kjördæmi með útblásinn kosningarétt. Auðlindaatvinnuvegir, einkum landbúnaður og sjávarútvegur, hafa í krafti handhafnar þeirra á íslenskum auðlindum ofurtök á íslensku efnahagslífi. Ef sjálfstæð króna á að eiga framtíð í heimi vaxandi hnattvæðingar og samrunaferlis þjóðríkja í öflugri efnahagsheildir, þyrftum við að umskera starfsgrundvöll fyrrnefndra atvinnuvega, hækka vexti enn frekar og skera niður ríkisútgjöld. Fyrir því er hvorki vilji né geta hjá íslenskum stjórnmálaflokkum. Þetta vita fjölmargir stjórnmálamenn og vilja því hafa gúmmígjaldmiðil áfram sem veltir röngum ákvörðunum þeirra yfir á almenning, án þess að til erfiðra lagasetninga þurfi að koma. KanadadalurFyrir nokkrum misserum kom upp umræða um að við tækjum upp norska krónu. Það voru einkum Vinstri græn sem töldu það eftirsóknarvert. Fljótlega kom í ljós að sá kostur var illa ígrunduð flóttaleið. Vellauðuga olíuríkið Noregur, sem við eigum engin meiriháttar viðskipti við, reyndist ekki heillavænlegur kostur. Næsti flóttafleki virðist vera Kanadadollar. Hann er gjaldmiðill þjóðar sem við eigum hverfandi viðskipti við og endurspeglar á engan hátt íslensk utanríkisviðskipti. Upptaka hans myndi leiða til mikils viðskiptakostnaðar, því skipta þarf honum öllum yfir í annan gjaldmiðil í öllum okkar erlendu viðskiptum. Við værum mun betur settir með danska krónu á ný líkt og Færeyingar. Upptaka Kanadadals er víðs fjarri hagsmunum landsins og er aðeins ný, heldur kjánaleg hugmynd til að flýja undan þeim veruleika, sem blasir við. Fylgismenn þessarar hugmyndar segja að þetta geti verið millilausn, við getum svo skipt um aftur þegar um hægist. Halda menn virkilega að upptaka nýs gjaldmiðils sé eins og að skipta um nærföt? Nýjan gjaldmiðil taka menn ekki upp nema brýna nauðsyn beri til, því það er kostnaðarsamt og getur auðveldlega skekkt hagkerfið með óvissri útkomu. Ef taka verður upp nýjan gjaldmiðil er aðeins sá gjaldmiðill raunhæfur, sem endurspeglar erlend viðskipti okkar best, með seðlabanka þar sem við getum fengið aðstoð til þrautavara fyrir banka landsins. Þessi gjaldmiðill er evran. Allt annað er hættulegur blekkingarleikur.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun