Ásgeir snýr aftur í tónlist til að fækka spjöldunum 19. mars 2012 11:00 Útrás í rokkinu Fótboltamaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson fær útrás í rokkinu sem hefur jákvæð áhrif á frammistöðu hans á vellinum.Fréttablaðið/Valli Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrásar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert í mót góð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shogun. Þannig þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurning að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er komin aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skilið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig við séum þéttir og góðir þannig að við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fótboltamaður hjá Fylki, hefur gengið í raðir rokksveitarinnar Mercy Buckets eftir tveggja ára hlé frá tónlist. Hann var áður söngvari þungarokksveitarinnar Shogun en sagði skilið við sveitina árið 2010 til að geta betur einbeitt sér að fótboltaferlinum. „Þungarokk er góð útrás og ég hef alltaf þarfnast mikillar útrásar. Mér fannst erfitt að hafa ekki rokkið, ég fúnkeraði einfaldlega ekki nógu vel og þess vegna ákvað ég að byrja aftur í tónlistinni,“ útskýrir Ásgeir Börkur, en Mercy Buckets tók nýverið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of The Bands. Aðspurður segir Ásgeir Börkur að hljómsveitaræfingarnar bitni ekki á fótboltanum heldur hafi þvert í mót góð áhrif á frammistöðu hans á vellinum. „Ef maður fer yfir spjaldasögu mína þá voru spjöldin nokkuð mörg sumarið 2010 þegar ég var hættur í Shogun. Þannig þetta helst alveg í hendur. Ég held það sé ekki spurning að spjöldin verða færri núna í sumar fyrst ég er komin aftur í rokkið, svo er maður líka alltaf að þroskast.“ Ásgeir Börkur framlengdi nýverið samning sinn við Fylki og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Hann viðurkennir þó að drauminn sé að komast út í atvinnumennsku. „Það hefur verið draumurinn frá því maður var lítill strákur og ef það gerist þá yrði ég að segja skilið við hljómsveitina. Nema þeir komi bara með mér út?“ Að sögn Ásgeirs Barkar æfa meðlimir Mercy Buckets ekki sérstaklega stíft og hafa fram að þessu einungis spilað á tvennum tónleikum; afmælistónleikum á Bar 11 og í Global Battle of The Bands. „Við erum heldur rólegir og æfum sjaldan, við erum meira í því að hafa gaman af þessu. En ætli við reynum ekki að æfa gott prógramm fyrir sumarið þannig við séum þéttir og góðir þannig að við getum spilað á tónleikum ef okkur býðst til þess.“ sara@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira