Þekkist ekki lengur úti á götu 20. mars 2012 07:00 Smári er byrjaður að safna fyrir Mottumars. Mynd/Anton „Það er mjög þungu fargi af mér létt. Ég var að spá í að setja sílíkon í hökuna til að jafna út þungann," segir Smári Tarfur Jósepsson. Gítarleikarinn snjalli er búinn að raka af sér alskeggið sem hann hefur verið með á andlitinu nánast samfleytt síðan 1994, eða í átján ár. Skeggið hefur verið einkennismerki hans en nú er svo komið að hann þekkist ekki úti á götu. „Nú er ekki glápt á mann og hneykslast lengur. Skeggið er heldur ekki að fjúka framan í mig eins og vildi gjarnan gerast." Það voru þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir sem eru með honum í hljómsveitinni Ylju sem áttu þátt í þessari stóru ákvörðun. „Þær hafa ýtt mér út í margt skemmtilegt og framandi, þar á meðal mottuna góðu. Best finnst mér þó að þær eru ákaflega hæfileikaríkir gítarleikarar og samvinna mín við þær hefur ýtt mér til þess að verða enn betri á gítar sjálfur," segir Smári, sem er einna þekktastur fyrir samstarf sitt með rappsveitinni Quarashi. Í stað alskeggsins er Smári kominn með forláta mottu og er þegar byrjaður að safna fyrir Mottumars. Hægt er að sjá síðuna hans hér. „Það er ákveðinn húmor í mottunni sem mér finnst skemmtilegur. Það blundar líka í manni mikill Þjóðverji. Ég var alltaf rosalegur Detlef Schrempf-aðdáandi í gamla daga," segir hann hress og á við þýska NBA-leikmanninn. „Svo hef ég ekki séð hökuna á mér síðan rétt um tvítugt. Ég hélt að það væri bara krepptur hnefi þarna undir." - fb Lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Það er mjög þungu fargi af mér létt. Ég var að spá í að setja sílíkon í hökuna til að jafna út þungann," segir Smári Tarfur Jósepsson. Gítarleikarinn snjalli er búinn að raka af sér alskeggið sem hann hefur verið með á andlitinu nánast samfleytt síðan 1994, eða í átján ár. Skeggið hefur verið einkennismerki hans en nú er svo komið að hann þekkist ekki úti á götu. „Nú er ekki glápt á mann og hneykslast lengur. Skeggið er heldur ekki að fjúka framan í mig eins og vildi gjarnan gerast." Það voru þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir sem eru með honum í hljómsveitinni Ylju sem áttu þátt í þessari stóru ákvörðun. „Þær hafa ýtt mér út í margt skemmtilegt og framandi, þar á meðal mottuna góðu. Best finnst mér þó að þær eru ákaflega hæfileikaríkir gítarleikarar og samvinna mín við þær hefur ýtt mér til þess að verða enn betri á gítar sjálfur," segir Smári, sem er einna þekktastur fyrir samstarf sitt með rappsveitinni Quarashi. Í stað alskeggsins er Smári kominn með forláta mottu og er þegar byrjaður að safna fyrir Mottumars. Hægt er að sjá síðuna hans hér. „Það er ákveðinn húmor í mottunni sem mér finnst skemmtilegur. Það blundar líka í manni mikill Þjóðverji. Ég var alltaf rosalegur Detlef Schrempf-aðdáandi í gamla daga," segir hann hress og á við þýska NBA-leikmanninn. „Svo hef ég ekki séð hökuna á mér síðan rétt um tvítugt. Ég hélt að það væri bara krepptur hnefi þarna undir." - fb
Lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira