Framleiðslu hefur verið hætt á bandarísku sjónvarpsþáttunum Luck sem fjalla um veðhlaup. Ástæðan er sú að þrír hestar hafa meiðst við tökurnar og í framhaldinu hefur þurft að lóga þeim.
Stórleikararnir Dustin Hoffman og Nick Nolte léku aðalhlutverkin í þáttunum. Tökur á annarri þáttaröðinni stóðu yfir þegar ákvörðunin var tekin um að stöðva framleiðsluna, sem var í höndum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO. Framleiðendur voru Michael Mann og David Milch.
Framleiðslu á Luck hætt
