Kona fái bætur fyrir fall á eigin heimili 23. mars 2012 10:00 Garðyrkja Með því að haka í viðkomandi reit í skattframtali getur fólk fengið slysatryggingu við almenn heimilisstörf, þar með talið garðyrkjustörf. Nordicphotos/Getty Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegginn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Tryggingin á að gilda við almenn heimilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garðyrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfnum". Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku konunnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niðurstöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambærilegum málum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegginn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Tryggingin á að gilda við almenn heimilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garðyrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfnum". Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku konunnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niðurstöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambærilegum málum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira