Vonandi fyrst til að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2012 07:45 Margrét og þjálfarinn. Margrét Lára Viðarsdóttir sést hér ásamt Bernd Schröder, þjálfara Potsdam, sem hún segir að hafi trú á sér. Mynd/NordicPhotos/Bongarts Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam. Það lítur allt miklu betur út hjá landsliðskonunni Margréti Láru Viðarsdóttur eftir erfiðar vikur upp á síðkastið þar sem meiðsli hennar tóku sig upp aftur. Þjálfarinn missti sig í fjölmiðlum og Margét missti bæði af landsleikjum og leikjum Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðslin í gær þegar hún kom inn á sem varamaður í 3-0 útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Turbine Potsdam vann samanlagt 5-0. Gott að komast inn á völlinn„Þetta er bara frábært að við erum komnar áfram. Við spiluðum mjög vel í báðum þessum leikjum og í raun átti þetta rússneska lið aldrei möguleika. Nú bíða Evrópumeistarar Lyon í undanúrslitunum," segir Margrét Lára sem var ánægð með leikinn. „Mér gekk bara vel. Ég var að finna mig vel og fékk einhverjar tuttugu mínútur. Það var gott að komast inn á völlinn aftur því ég er búin að vera svolítið frá. Það er alltaf erfitt að koma inn á og fá smá spilatíma. Vonandi get ég haldið áfram að standa mig og meiðslin verði til friðs," segir Margrét Lára. „Þetta er svolítið undir meiðslunum komið. Þetta lítur betur út. Ég er búin að vera í hópnum í síðustu tveimur leikjum og þetta er allt að koma. Ef við náum að stjórna álaginu á mér þá er þetta hægt og mér eru þá allir vegir færir," segir Margrét Lára. Karlinn hefur trú á mérBernd Schröder, þjálfari hennar hjá þýska liðinu, var mjög óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum eftir að hún meiddist og hélt því fram að það virtist ekki vera hefð fyrir því að æfa á Íslandi. „Ég hef ekkert um það mál að segja. Ég er bara hérna til að æfa og spila og ætla bara að halda áfram að einbeita mér að því," segir Margrét Lára en er Schröder nokkuð leiðinlegur við hana? „Hann er fínn karlinn. Það eru gerðar kröfur hér en ég veit að hann hefur mikla trú á mér og ég fer með það með mér í hvern leik og á hverja æfingu. Svo vonum við bara að meiðslin séu til friðs og ég geti farið að spila fleiri mínútur með hverjum leik. Það eru öðruvísi áherslur hér en maður er vanur en ég held að það sé bjart fram undan. Við erum að berjast um titla á öllum vígstöðvum og þetta er bara gaman," segir Margrét Lára. „Ég var á rosalega góðu róli í undirbúningsleikjunum og það gekk rosalega vel. Ég held að ég hafi verið markahæsti leikmaður liðsins á undirbúningstímabilinu. Maður missir samt alltaf spilaform og annað þegar maður spilar ekki í tvær til þrjár vikur. Það er eitthvað sem ég get vonandi unnið í næstu daga og vikur. Ef þeir eru tilbúnir að stjórna álaginu á mér þá hef ég engar áhyggjur," segir Margrét. Þurfa að æfa eins og meistarar„Það er mikið eftir og eins og þjálfarinn segir þá þurfum við að æfa eins og meistarar á hverjum degi og vinna fyrir þessu," segir Margrét Lára en hún varð í gær fyrsta íslenska knattspyrnukonan sem kemst svona langt. „Ég er stolt af því og vonandi get ég líka orðið fyrst til að vinna Meistaradeildina," segir Margrét Lára. Turbine Potsdam mætir næst Essen í þýsku deildinni. „Það er búið að vera mikið álag á mannskapnum og það er spurning hvort það fái ekki einhver ný andlit að spreyta sig á sunnudaginn. Það væri gaman," segir Margrét Lára að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam. Það lítur allt miklu betur út hjá landsliðskonunni Margréti Láru Viðarsdóttur eftir erfiðar vikur upp á síðkastið þar sem meiðsli hennar tóku sig upp aftur. Þjálfarinn missti sig í fjölmiðlum og Margét missti bæði af landsleikjum og leikjum Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðslin í gær þegar hún kom inn á sem varamaður í 3-0 útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Turbine Potsdam vann samanlagt 5-0. Gott að komast inn á völlinn„Þetta er bara frábært að við erum komnar áfram. Við spiluðum mjög vel í báðum þessum leikjum og í raun átti þetta rússneska lið aldrei möguleika. Nú bíða Evrópumeistarar Lyon í undanúrslitunum," segir Margrét Lára sem var ánægð með leikinn. „Mér gekk bara vel. Ég var að finna mig vel og fékk einhverjar tuttugu mínútur. Það var gott að komast inn á völlinn aftur því ég er búin að vera svolítið frá. Það er alltaf erfitt að koma inn á og fá smá spilatíma. Vonandi get ég haldið áfram að standa mig og meiðslin verði til friðs," segir Margrét Lára. „Þetta er svolítið undir meiðslunum komið. Þetta lítur betur út. Ég er búin að vera í hópnum í síðustu tveimur leikjum og þetta er allt að koma. Ef við náum að stjórna álaginu á mér þá er þetta hægt og mér eru þá allir vegir færir," segir Margrét Lára. Karlinn hefur trú á mérBernd Schröder, þjálfari hennar hjá þýska liðinu, var mjög óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum eftir að hún meiddist og hélt því fram að það virtist ekki vera hefð fyrir því að æfa á Íslandi. „Ég hef ekkert um það mál að segja. Ég er bara hérna til að æfa og spila og ætla bara að halda áfram að einbeita mér að því," segir Margrét Lára en er Schröder nokkuð leiðinlegur við hana? „Hann er fínn karlinn. Það eru gerðar kröfur hér en ég veit að hann hefur mikla trú á mér og ég fer með það með mér í hvern leik og á hverja æfingu. Svo vonum við bara að meiðslin séu til friðs og ég geti farið að spila fleiri mínútur með hverjum leik. Það eru öðruvísi áherslur hér en maður er vanur en ég held að það sé bjart fram undan. Við erum að berjast um titla á öllum vígstöðvum og þetta er bara gaman," segir Margrét Lára. „Ég var á rosalega góðu róli í undirbúningsleikjunum og það gekk rosalega vel. Ég held að ég hafi verið markahæsti leikmaður liðsins á undirbúningstímabilinu. Maður missir samt alltaf spilaform og annað þegar maður spilar ekki í tvær til þrjár vikur. Það er eitthvað sem ég get vonandi unnið í næstu daga og vikur. Ef þeir eru tilbúnir að stjórna álaginu á mér þá hef ég engar áhyggjur," segir Margrét. Þurfa að æfa eins og meistarar„Það er mikið eftir og eins og þjálfarinn segir þá þurfum við að æfa eins og meistarar á hverjum degi og vinna fyrir þessu," segir Margrét Lára en hún varð í gær fyrsta íslenska knattspyrnukonan sem kemst svona langt. „Ég er stolt af því og vonandi get ég líka orðið fyrst til að vinna Meistaradeildina," segir Margrét Lára. Turbine Potsdam mætir næst Essen í þýsku deildinni. „Það er búið að vera mikið álag á mannskapnum og það er spurning hvort það fái ekki einhver ný andlit að spreyta sig á sunnudaginn. Það væri gaman," segir Margrét Lára að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn