Tónlist

Músíktilraunir í 30. sinn

Músíktilraunir hefjast í þrítugasta sinn í Austurbæ í kvöld. 48 hljómsveitir taka þátt. Margir þekktir tónlistarmenn hafa verið í sigursveit keppninnar.

Tónlistarhátíðin Músíktilraunir hefur göngu sína í Austurbæ í þrítugasta sinn í kvöld. 48 hljómsveitir taka þátt í keppninni og fer úrslitakvöldið fram 31. mars.

Upphafið að tilraununum má rekja til samstarfs Tónabæjar og SATT (Sambands alþýðuskálda og tónlistarmanna) sem m.a. stóðu fyrir maraþontónleikum í kjallara Tónabæjar í nóvember 1982. Allar götur síðan hafa Músíktilraunir reynst ómetanlegur viðburður fyrir íslenskt tónlistarlíf og hafa oft og tíðum verið stökkpallur fyrir ungar og óreyndar hljómsveitir.

Hljómsveitir eins og Dúkkulísurnar, Greifarnir, Kolrassa krókríðandi, Maus, Botnleðja, Stjörnukisi, Mínus, Rottweilerhundarnir, Agent Fresco, Of Monsters and Men og nú síðast Samaris hafa unnið keppnina og verður forvitnilegt að fylgjast með því hver fetar í þeirra fótspor í lok mánaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×