Fullyrtu að lánið til Kaupþings væri traust - fréttaskýring 24. mars 2012 09:00 Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í samtali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka." Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH." Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðlabankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreiddur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljandalán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Oddsson hafi hins vegar verið í samskiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á seljendaláninu sem veitt var við söluna á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í samtali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka." Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH." Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðlabankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreiddur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljandalán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Oddsson hafi hins vegar verið í samskiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á seljendaláninu sem veitt var við söluna á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira