Lady Gaga hefur verið í stífum æfingum fyrir tónleikaferð sína um heiminn, Born This Way Ball, sem hefst í næsta mánuði. Fyrstu tónleikarnir verða í Seúl í Suður-Kóreu 27. apríl. Í tónleikaferðinni verður risastór miðaldakastali hluti af sviðsmyndinni.
„Fór í hot-yoga eftir æfingu. Er búin á því eftir dansæfinguna," skrifaði Gaga á Twitter-síðu sína. Hún bætti því við að hún saknaði skrímslanna sinna, sem er nafnið sem hún hefur gefið aðdáendum sínum.
Æfir stíft fyrir tónleika

Mest lesið






Kim „loksins“ útskrifuð
Lífið

Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik?
Tíska og hönnun


Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun
Tíska og hönnun
