Jason Mraz Syngur um ást á nýrri plötu 5. apríl 2012 15:00 Popparinn Jason Mraz hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. nordicphotos/getty Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I"m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tónleikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóðfæri, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvaranum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Billboard-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleikur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I"m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tónleikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóðfæri, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvaranum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Billboard-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleikur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira