Tónlist

Falk aðstoðar U2

U2 er í hljóðveri að undirbúa næstu plötu.
U2 er í hljóðveri að undirbúa næstu plötu. nordicphotos/getty
Írsku rokkararnir í U2 eru sagðir hafa haft samband við sænska lagahöfundinn Carl Falk um að hann aðstoði hljómsveitina við gerð næstu plötu.

Falk hefur unnið með strákabandinu One Direction og er höfundur hins vinsæla Starships með Nicki Minaj. Hann hefur einnig starfað með Nicole Scherzinger og Westlife. „Þetta er allt á byrjunarreit en við ætlum að gera eitthvað með U2,“ sagði Falk í viðtali við The Sun.

U2 er í hljóðveri um þessar mundir til að undirbúa nýju plötuna og eru Bono og félagar greinilega ekkert feimnir við að leita eftir aðstoð úr öðrum áttum við lagasmíðarnar. Síðasta plata, No Line On The Horizon, kom út fyrir þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×