Ekki drekkja þeim í andlausri setninga iðu Ísak Rúnarsson og Rúnar Helgi Vignisson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Það er kvartað undan því víða í samfélaginu að fólk búi ekki yfir nægri færni í meðferð íslensks máls. Háskólakennarar fórna gjarnan höndum og sumir tala um að allir háskólanemar þurfi á ritunarkennslu að halda. Einnig þykir mörgum sem talsvert sé um ambögur í netmiðlum og þá ekki síður í ljósvakamiðlum. Sumum þykir jafnvel sem kennararnir sjálfir séu ekki nógu vel að sér og í skýrslu um íslenskukennslu í átta framhaldsskólum, sem menntamálaráðuneytið lét gera og birt var í fyrra, er vitnað í forráðamann sem hefur þetta eftir einum kennaranum: „Mér hlakkar svo til að kenna börnum ykkar íslensku í vetur." Það er óþarfi að fordæma skóginn þótt finnist nokkur fölnuð laufblöð, en í rauninni er ekkert skrýtið að fólki skuli vera mislagðar hendur að þessu leyti vegna þess að þjálfunin sem það fær í grunn- og framhaldsskólum er í mýflugumynd. Og það er ekki langt síðan ritlist varð að fullgildri námsgrein á háskólastigi. Líklega væri ungt fólk mun verr skrifandi ef það nýtti sér ekki samskiptamiðla óspart. Nú eru auðvitað margir frábærir íslenskukennarar starfandi í landinu en eigi að síður gæti dæmigerð íslenskukennsla á grunn- og framhaldsskólastigi farið nokkurn veginn svona fram: Áhugalitlir nemendur ganga inn í kennslustofuna. Kennari tilkynnir hvort farið verði í málfræði eða bókmenntasögu. Stunur og nöldur frá nemendum. Kennari skellir upp glærukynningu og les upp af henni eða lætur krakkana skrifa allt heila klabbið niður. Nemendur skilja ekki til hvers né af hverju. Kennari talar í hálftíma. Nemendur tala sín á milli á meðan. Kennari kynnir heimaverkefni sem hægt er að vinna í tímanum ef nemendur eru duglegir. Nemendur biðja um að fá að fara. Endurtekið í hálfan áratug svo úr verður vítahringur leiða og firringar. Hvað þætti fólki um tónlistarnám sem færi þannig fram að nemandinn sæti löngum stundum yfir tónfræði og tónlistarsögu, fengi jú að hlusta á tónlist en sjaldan að taka í hljóðfæri? Og þá sjaldan honum byðist að taka í hljóðfæri fengi hann litla tilsögn, honum yrði ekki gert kleift að prófa sig áfram en lokaeinkunn fengi hann samt fyrir að semja eða flytja lag. Er líklegt að góðir hljóðfæraleikarar eða frumleg tónskáld kæmu út úr kennslu af þessu tagi? Í áðurnefndri skýrslu um íslenskukennslu í framhaldsskólum er bent á að efla þurfi sköpunarþáttinn: „Ef dregin eru saman helstu atriði í því sem viðmælendur telja ábótavant í íslenskukennslunni má einkum nefna tvennt, þ.e. ritun og munnlega tjáningu," segir í skýrslunni. Rétt eins og tónlistarnemar þurfa íslenskunemar að fá mikla þjálfun í meðferð hljóðfæris síns. Þeir þurfa stöðugt að æfa sig í að beita tungunni á skapandi hátt, bæði í ræðu og riti, enda benda rannsóknir til þess að æfingin skapi meistarann í þessu sem öðru. Það blasir því við að þjálfa þurfi íslenskukennara í ritlistarkennslu. Í Bandaríkjunum tíðkast sums staðar að menntaskólakennarar sérhæfi sig í slíkri kennslu. Íslenskukennarar þurfa að hafa svigrúm til þess að láta nemendur fara í gegnum allt ritunarferlið, því verk er ekki nema hálfnað þegar uppkast er komið og framfarir verða ekki síst við umritun undir handleiðslu hæfs kennara. Ritlistarkennsla er auk þess gefandi og skemmtileg og býður upp á að virkja nemendur, nokkuð sem áðurnefndir skýrsluhöfundar telja brýnt. Í ritlistaráföngum framleiða nemendur námsefnið að miklu leyti. Ekki þarf að einskorða sig við ritvinnsluforrit við slíka kennslu heldur má nýta ýmsa miðla, bæði mynd- og netmiðla, til að höfða til sem flestra. Ritun kann enn fremur að vera besta leiðin til að öðlast lesskilning, læra stafsetningu, málfræði og annað sem að tungumálinu lýtur. Þá getur ritlistin einnig nýst ungu fólki til þess að finna ástríðurnar í lífinu því skrif endurspegla innri mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er kvartað undan því víða í samfélaginu að fólk búi ekki yfir nægri færni í meðferð íslensks máls. Háskólakennarar fórna gjarnan höndum og sumir tala um að allir háskólanemar þurfi á ritunarkennslu að halda. Einnig þykir mörgum sem talsvert sé um ambögur í netmiðlum og þá ekki síður í ljósvakamiðlum. Sumum þykir jafnvel sem kennararnir sjálfir séu ekki nógu vel að sér og í skýrslu um íslenskukennslu í átta framhaldsskólum, sem menntamálaráðuneytið lét gera og birt var í fyrra, er vitnað í forráðamann sem hefur þetta eftir einum kennaranum: „Mér hlakkar svo til að kenna börnum ykkar íslensku í vetur." Það er óþarfi að fordæma skóginn þótt finnist nokkur fölnuð laufblöð, en í rauninni er ekkert skrýtið að fólki skuli vera mislagðar hendur að þessu leyti vegna þess að þjálfunin sem það fær í grunn- og framhaldsskólum er í mýflugumynd. Og það er ekki langt síðan ritlist varð að fullgildri námsgrein á háskólastigi. Líklega væri ungt fólk mun verr skrifandi ef það nýtti sér ekki samskiptamiðla óspart. Nú eru auðvitað margir frábærir íslenskukennarar starfandi í landinu en eigi að síður gæti dæmigerð íslenskukennsla á grunn- og framhaldsskólastigi farið nokkurn veginn svona fram: Áhugalitlir nemendur ganga inn í kennslustofuna. Kennari tilkynnir hvort farið verði í málfræði eða bókmenntasögu. Stunur og nöldur frá nemendum. Kennari skellir upp glærukynningu og les upp af henni eða lætur krakkana skrifa allt heila klabbið niður. Nemendur skilja ekki til hvers né af hverju. Kennari talar í hálftíma. Nemendur tala sín á milli á meðan. Kennari kynnir heimaverkefni sem hægt er að vinna í tímanum ef nemendur eru duglegir. Nemendur biðja um að fá að fara. Endurtekið í hálfan áratug svo úr verður vítahringur leiða og firringar. Hvað þætti fólki um tónlistarnám sem færi þannig fram að nemandinn sæti löngum stundum yfir tónfræði og tónlistarsögu, fengi jú að hlusta á tónlist en sjaldan að taka í hljóðfæri? Og þá sjaldan honum byðist að taka í hljóðfæri fengi hann litla tilsögn, honum yrði ekki gert kleift að prófa sig áfram en lokaeinkunn fengi hann samt fyrir að semja eða flytja lag. Er líklegt að góðir hljóðfæraleikarar eða frumleg tónskáld kæmu út úr kennslu af þessu tagi? Í áðurnefndri skýrslu um íslenskukennslu í framhaldsskólum er bent á að efla þurfi sköpunarþáttinn: „Ef dregin eru saman helstu atriði í því sem viðmælendur telja ábótavant í íslenskukennslunni má einkum nefna tvennt, þ.e. ritun og munnlega tjáningu," segir í skýrslunni. Rétt eins og tónlistarnemar þurfa íslenskunemar að fá mikla þjálfun í meðferð hljóðfæris síns. Þeir þurfa stöðugt að æfa sig í að beita tungunni á skapandi hátt, bæði í ræðu og riti, enda benda rannsóknir til þess að æfingin skapi meistarann í þessu sem öðru. Það blasir því við að þjálfa þurfi íslenskukennara í ritlistarkennslu. Í Bandaríkjunum tíðkast sums staðar að menntaskólakennarar sérhæfi sig í slíkri kennslu. Íslenskukennarar þurfa að hafa svigrúm til þess að láta nemendur fara í gegnum allt ritunarferlið, því verk er ekki nema hálfnað þegar uppkast er komið og framfarir verða ekki síst við umritun undir handleiðslu hæfs kennara. Ritlistarkennsla er auk þess gefandi og skemmtileg og býður upp á að virkja nemendur, nokkuð sem áðurnefndir skýrsluhöfundar telja brýnt. Í ritlistaráföngum framleiða nemendur námsefnið að miklu leyti. Ekki þarf að einskorða sig við ritvinnsluforrit við slíka kennslu heldur má nýta ýmsa miðla, bæði mynd- og netmiðla, til að höfða til sem flestra. Ritun kann enn fremur að vera besta leiðin til að öðlast lesskilning, læra stafsetningu, málfræði og annað sem að tungumálinu lýtur. Þá getur ritlistin einnig nýst ungu fólki til þess að finna ástríðurnar í lífinu því skrif endurspegla innri mann.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar