Undir meira álagi og ósáttari við laun 27. apríl 2012 07:30 Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna á þessum tíma," segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðumanna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðunar, en hlutfall þeirra var 92 prósent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigðisstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu forstöðumönnum vinnutengd verkefni iðulega með sér heim og sextíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnudegi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumannanna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helmingur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofnunar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launamálum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algengast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með aukinni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofnunarinnar eigi að gera það, 28 prósent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna á þessum tíma," segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðumanna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðunar, en hlutfall þeirra var 92 prósent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigðisstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu forstöðumönnum vinnutengd verkefni iðulega með sér heim og sextíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnudegi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumannanna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helmingur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofnunar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launamálum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algengast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með aukinni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofnunarinnar eigi að gera það, 28 prósent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira