Blekkingarleikur Steingríms Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. apríl 2012 06:00 Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu Vinstri grænir svör á reiðum höndum við því hvernig ætti að nýta fiskimiðin við landið svo réttlátt væri. Núna þremur árum seinna hefur svörunum verið snúið á hvolf og látið eins og kosningastefnan hafi aldrei verið til. Flokkurinn taldi vorið 2009 nauðsynlegt að breyta úthlutun kvótans í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Það yrði að innkalla kvótann og endurúthluta honum eftir nýju kerfi þar sem „jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind" eins og segir í tillögu flokksins að nýju ákvæði í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þetta er rakið í ítarlegri stefnu flokksins Hafið bláa hafið. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fer þar með sjávarútvegsráðuneytið. Formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon, er ráðherra málaflokksins. Hann hefur allt í hendi sér til að framfylgja stefnunni, enda hefur samstarfsflokkurinn lýst sig sammála henni. Liðlega 70% kjósenda eru sammála áformum um innköllun veiðiheimilda og endurúthlutun þeirra á jafnræðisgrundvelli og gegn markaðsverði. Það hefur enginn flokkur um áratugaskeið haft eins óumdeilt umboð þjóðarinnar til þess að framfylgja stefnu sinni í jafnveigamiklu máli. Það hefur enginn flokksformaður haft annað eins tækifæri til þess að vinna verkið sem hann bað um að fá að vinna. Það hefur aldrei verið eins skýrt hvernig kjósendur vildu að leyst yrði úr langvarandi deilumáli. Þá bregður svo við að Steingrímur snýr við blaðinu. Nú skulu 95% af kvótanum verða áfram til a.m.k. næstu 20 ára hjá þeim sem hafa haft hann hingað til. Jafnræðið er gleymt, en einokunin og misréttið eiga að vera áfram. Það sorglega er að enginn stöðvaði Steingrím nema hann sjálfur. Flokkurinn hefur verið talinn standa fyrir hugsjónir umfram hagsmunagæslu. Annað er komið á daginn. Hagsmunir útgerðarvaldsins sem beitir saklaust fólk refsiaðgerðum í skjóli einokunar sinna á veiðiheimildum eru teknir fram fyrir hag almennings. Þessi blekkingarleikur í sjávarútvegsmálum á eftir að draga dilk á eftir sér. Traust á forystu ríkisstjórnarinnar og flokka þeirra mun fylgja þverrandi virðingu þeirra fyrir eigin fyrirheitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu Vinstri grænir svör á reiðum höndum við því hvernig ætti að nýta fiskimiðin við landið svo réttlátt væri. Núna þremur árum seinna hefur svörunum verið snúið á hvolf og látið eins og kosningastefnan hafi aldrei verið til. Flokkurinn taldi vorið 2009 nauðsynlegt að breyta úthlutun kvótans í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Það yrði að innkalla kvótann og endurúthluta honum eftir nýju kerfi þar sem „jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind" eins og segir í tillögu flokksins að nýju ákvæði í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þetta er rakið í ítarlegri stefnu flokksins Hafið bláa hafið. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fer þar með sjávarútvegsráðuneytið. Formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon, er ráðherra málaflokksins. Hann hefur allt í hendi sér til að framfylgja stefnunni, enda hefur samstarfsflokkurinn lýst sig sammála henni. Liðlega 70% kjósenda eru sammála áformum um innköllun veiðiheimilda og endurúthlutun þeirra á jafnræðisgrundvelli og gegn markaðsverði. Það hefur enginn flokkur um áratugaskeið haft eins óumdeilt umboð þjóðarinnar til þess að framfylgja stefnu sinni í jafnveigamiklu máli. Það hefur enginn flokksformaður haft annað eins tækifæri til þess að vinna verkið sem hann bað um að fá að vinna. Það hefur aldrei verið eins skýrt hvernig kjósendur vildu að leyst yrði úr langvarandi deilumáli. Þá bregður svo við að Steingrímur snýr við blaðinu. Nú skulu 95% af kvótanum verða áfram til a.m.k. næstu 20 ára hjá þeim sem hafa haft hann hingað til. Jafnræðið er gleymt, en einokunin og misréttið eiga að vera áfram. Það sorglega er að enginn stöðvaði Steingrím nema hann sjálfur. Flokkurinn hefur verið talinn standa fyrir hugsjónir umfram hagsmunagæslu. Annað er komið á daginn. Hagsmunir útgerðarvaldsins sem beitir saklaust fólk refsiaðgerðum í skjóli einokunar sinna á veiðiheimildum eru teknir fram fyrir hag almennings. Þessi blekkingarleikur í sjávarútvegsmálum á eftir að draga dilk á eftir sér. Traust á forystu ríkisstjórnarinnar og flokka þeirra mun fylgja þverrandi virðingu þeirra fyrir eigin fyrirheitum.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun