Evrópusambandið sem breskt vopn Magnús Árni Magnússon skrifar 4. maí 2012 06:00 Þó vissulega séu vináttutengslin og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæðingar okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Bresk saga er glæsileg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna breskum hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríðunum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað. Síðan við háðum við þá þorskastríðin hefur Bretum hins vegar bæst nýtt vopn í vopnabúrið til að berja á okkur Íslendingum: Aðild þeirra að Evrópusambandinu. Nú er svo komið að í hvert sinn sem við lendum í deilum við þessa góðu granna okkar í suðri, beita þeir því vopni fyrir sig með því að safna öllum okkar helstu frænd- og vinaþjóðum að baki sér í krafti þess að Evrópusambandið beitir sér fyrir hagsmunum aðildarríkja sinna, en ekki þeirra ríkja sem standa utan sambandsins. Við sjáum þetta í Icesave-málinu, við sjáum þetta í makríldeilunni og við munum halda áfram að sjá þá nota þetta vopn gegn okkur svo lengi sem þeir eru innanborðs en við utangarðs. Í áðurnefndum málum erum við ekki í átökum við Slóvena, Austurríkismenn, Finna, Eista eða Ítali. Þarna erum við mestanpart einfaldlega í átökum við Breta, Breta og aftur Breta. En þeim tekst að draga nánast alla Evrópu gegn okkur í krafti aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Því miður er þetta vopn sem bítur okkur illa, því ekkert ríki má við því að vera nánast vinalaust í átökum sínum við nágrannaríki. Við höfum hins vegar núna einstakt tækifæri til að slá þetta vopn úr höndum Breta. Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ef við náum að klára þær með sóma og samþykkja inngöngu, verða þeir að gera svo vel að sætta sig við að taka klögumál sín gegn okkur upp innan Evrópusambandsins, þar sem við verðum með rödd við borðið og eigum auðveldara en nú með að þjappa öðrum vinaþjóðum okkar að baki okkar málstað. Halda menn að Danir, Svíar, Frakkar og Þjóðverjar séu t.d. í hafréttar- og sjávarútvegsmálum náttúrulegri bandamenn Breta innan Evrópusambandsins en okkar Íslendinga? Nú kunna einhverjir að segja að atkvæðamagn okkar, t.d. í ráðherraráðinu eða þinginu verði nú ekki á pari við Breta og það er auðvitað rétt. En vald er ekki aðeins fólgið í atkvæðum, heldur ekki síður í því að hafa rödd við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er svo á ábyrgð okkar sjálfra hversu vel við nýtum okkur það tækifæri. Reynslan hefur sýnt að þar sem íslenskar raddir fá að heyrast til jafns við aðrar þurfum við ekki að kvíða niðurstöðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þó vissulega séu vináttutengslin og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæðingar okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Bresk saga er glæsileg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna breskum hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríðunum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað. Síðan við háðum við þá þorskastríðin hefur Bretum hins vegar bæst nýtt vopn í vopnabúrið til að berja á okkur Íslendingum: Aðild þeirra að Evrópusambandinu. Nú er svo komið að í hvert sinn sem við lendum í deilum við þessa góðu granna okkar í suðri, beita þeir því vopni fyrir sig með því að safna öllum okkar helstu frænd- og vinaþjóðum að baki sér í krafti þess að Evrópusambandið beitir sér fyrir hagsmunum aðildarríkja sinna, en ekki þeirra ríkja sem standa utan sambandsins. Við sjáum þetta í Icesave-málinu, við sjáum þetta í makríldeilunni og við munum halda áfram að sjá þá nota þetta vopn gegn okkur svo lengi sem þeir eru innanborðs en við utangarðs. Í áðurnefndum málum erum við ekki í átökum við Slóvena, Austurríkismenn, Finna, Eista eða Ítali. Þarna erum við mestanpart einfaldlega í átökum við Breta, Breta og aftur Breta. En þeim tekst að draga nánast alla Evrópu gegn okkur í krafti aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Því miður er þetta vopn sem bítur okkur illa, því ekkert ríki má við því að vera nánast vinalaust í átökum sínum við nágrannaríki. Við höfum hins vegar núna einstakt tækifæri til að slá þetta vopn úr höndum Breta. Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ef við náum að klára þær með sóma og samþykkja inngöngu, verða þeir að gera svo vel að sætta sig við að taka klögumál sín gegn okkur upp innan Evrópusambandsins, þar sem við verðum með rödd við borðið og eigum auðveldara en nú með að þjappa öðrum vinaþjóðum okkar að baki okkar málstað. Halda menn að Danir, Svíar, Frakkar og Þjóðverjar séu t.d. í hafréttar- og sjávarútvegsmálum náttúrulegri bandamenn Breta innan Evrópusambandsins en okkar Íslendinga? Nú kunna einhverjir að segja að atkvæðamagn okkar, t.d. í ráðherraráðinu eða þinginu verði nú ekki á pari við Breta og það er auðvitað rétt. En vald er ekki aðeins fólgið í atkvæðum, heldur ekki síður í því að hafa rödd við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er svo á ábyrgð okkar sjálfra hversu vel við nýtum okkur það tækifæri. Reynslan hefur sýnt að þar sem íslenskar raddir fá að heyrast til jafns við aðrar þurfum við ekki að kvíða niðurstöðunum.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun