Verðvernd er rökleysa Ólafur Hauksson skrifar 14. maí 2012 09:00 Verðvernd verslana er fullkomin rökleysa. Þeir sem auglýsa verðvernd bjóða nefnilega ekki lægsta verðið hjá sjálfum sér, heldur hjá öðrum – hjá keppinautum sínum. Ómerkilegri auglýsingabrella er vandfundin. Sá sem býður verðvernd getur þess vegna verið með hæsta verðið. Eina loforðið sem felst í verðvernd er að ef viðskiptavinur finnur lægra verð annars staðar þá fær hann mismuninn kannski endurgreiddan. Verðvernd er ódýr markaðssetning, því fólk hefur sjaldnast ávinning af ómældri fyrirhöfn sinni. Dæmi: Viðskiptavinur kaupir vöru á 6.000 kr. í verðverndarverslun og finnur sambærilega vöru á 5.500 kr. í annarri. Hann þarf þá að útvega sönnun fyrir ódýrari vörunni, hún má ekki vera á tímabundnu tilboði og ekki til sölu á netinu. Með kvittun eða auglýsingu í hönd þarf viðskiptavinurinn að fara aftur í verðverndarverslunina. Ef krafa hans er samþykkt (sem er alls ekki víst), þá fær viðskiptavinurinn 500 kr. mismuninn endurgreiddan og svo til viðbótar 10-12% af lægri upphæðinni. Samtals rúmlega þúsund krónur. Hugsanlega, en varla þó, dugar peningurinn fyrir bensíninu í þessar viðbótarferðir. Tímakaup: núll krónur. Það getur seint talist hagkvæmt fyrir fólk að fara þrjár ferðir til að fá lægsta verðið. Að því leyti stríðir verðvernd gegn markmiðum samkeppnislaga um að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Eina skynsamlega verðverndin er auðvitað að neytendur beri saman verð milli verslana áður en þeir kaupa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Verðvernd verslana er fullkomin rökleysa. Þeir sem auglýsa verðvernd bjóða nefnilega ekki lægsta verðið hjá sjálfum sér, heldur hjá öðrum – hjá keppinautum sínum. Ómerkilegri auglýsingabrella er vandfundin. Sá sem býður verðvernd getur þess vegna verið með hæsta verðið. Eina loforðið sem felst í verðvernd er að ef viðskiptavinur finnur lægra verð annars staðar þá fær hann mismuninn kannski endurgreiddan. Verðvernd er ódýr markaðssetning, því fólk hefur sjaldnast ávinning af ómældri fyrirhöfn sinni. Dæmi: Viðskiptavinur kaupir vöru á 6.000 kr. í verðverndarverslun og finnur sambærilega vöru á 5.500 kr. í annarri. Hann þarf þá að útvega sönnun fyrir ódýrari vörunni, hún má ekki vera á tímabundnu tilboði og ekki til sölu á netinu. Með kvittun eða auglýsingu í hönd þarf viðskiptavinurinn að fara aftur í verðverndarverslunina. Ef krafa hans er samþykkt (sem er alls ekki víst), þá fær viðskiptavinurinn 500 kr. mismuninn endurgreiddan og svo til viðbótar 10-12% af lægri upphæðinni. Samtals rúmlega þúsund krónur. Hugsanlega, en varla þó, dugar peningurinn fyrir bensíninu í þessar viðbótarferðir. Tímakaup: núll krónur. Það getur seint talist hagkvæmt fyrir fólk að fara þrjár ferðir til að fá lægsta verðið. Að því leyti stríðir verðvernd gegn markmiðum samkeppnislaga um að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Eina skynsamlega verðverndin er auðvitað að neytendur beri saman verð milli verslana áður en þeir kaupa.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun