Verðvernd er rökleysa Ólafur Hauksson skrifar 14. maí 2012 09:00 Verðvernd verslana er fullkomin rökleysa. Þeir sem auglýsa verðvernd bjóða nefnilega ekki lægsta verðið hjá sjálfum sér, heldur hjá öðrum – hjá keppinautum sínum. Ómerkilegri auglýsingabrella er vandfundin. Sá sem býður verðvernd getur þess vegna verið með hæsta verðið. Eina loforðið sem felst í verðvernd er að ef viðskiptavinur finnur lægra verð annars staðar þá fær hann mismuninn kannski endurgreiddan. Verðvernd er ódýr markaðssetning, því fólk hefur sjaldnast ávinning af ómældri fyrirhöfn sinni. Dæmi: Viðskiptavinur kaupir vöru á 6.000 kr. í verðverndarverslun og finnur sambærilega vöru á 5.500 kr. í annarri. Hann þarf þá að útvega sönnun fyrir ódýrari vörunni, hún má ekki vera á tímabundnu tilboði og ekki til sölu á netinu. Með kvittun eða auglýsingu í hönd þarf viðskiptavinurinn að fara aftur í verðverndarverslunina. Ef krafa hans er samþykkt (sem er alls ekki víst), þá fær viðskiptavinurinn 500 kr. mismuninn endurgreiddan og svo til viðbótar 10-12% af lægri upphæðinni. Samtals rúmlega þúsund krónur. Hugsanlega, en varla þó, dugar peningurinn fyrir bensíninu í þessar viðbótarferðir. Tímakaup: núll krónur. Það getur seint talist hagkvæmt fyrir fólk að fara þrjár ferðir til að fá lægsta verðið. Að því leyti stríðir verðvernd gegn markmiðum samkeppnislaga um að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Eina skynsamlega verðverndin er auðvitað að neytendur beri saman verð milli verslana áður en þeir kaupa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Verðvernd verslana er fullkomin rökleysa. Þeir sem auglýsa verðvernd bjóða nefnilega ekki lægsta verðið hjá sjálfum sér, heldur hjá öðrum – hjá keppinautum sínum. Ómerkilegri auglýsingabrella er vandfundin. Sá sem býður verðvernd getur þess vegna verið með hæsta verðið. Eina loforðið sem felst í verðvernd er að ef viðskiptavinur finnur lægra verð annars staðar þá fær hann mismuninn kannski endurgreiddan. Verðvernd er ódýr markaðssetning, því fólk hefur sjaldnast ávinning af ómældri fyrirhöfn sinni. Dæmi: Viðskiptavinur kaupir vöru á 6.000 kr. í verðverndarverslun og finnur sambærilega vöru á 5.500 kr. í annarri. Hann þarf þá að útvega sönnun fyrir ódýrari vörunni, hún má ekki vera á tímabundnu tilboði og ekki til sölu á netinu. Með kvittun eða auglýsingu í hönd þarf viðskiptavinurinn að fara aftur í verðverndarverslunina. Ef krafa hans er samþykkt (sem er alls ekki víst), þá fær viðskiptavinurinn 500 kr. mismuninn endurgreiddan og svo til viðbótar 10-12% af lægri upphæðinni. Samtals rúmlega þúsund krónur. Hugsanlega, en varla þó, dugar peningurinn fyrir bensíninu í þessar viðbótarferðir. Tímakaup: núll krónur. Það getur seint talist hagkvæmt fyrir fólk að fara þrjár ferðir til að fá lægsta verðið. Að því leyti stríðir verðvernd gegn markmiðum samkeppnislaga um að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Eina skynsamlega verðverndin er auðvitað að neytendur beri saman verð milli verslana áður en þeir kaupa.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar