Almenn niðurfærsla forsenda stuðnings 15. maí 2012 05:00 Samstarf Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari, vilja verja ríkisstjórnina vantrausti verði gengið að kröfum Hreyfingarinnar í ákveðnum málaflokkum.Fréttablaðið/Vilhelm Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyfingarinnar á sunnudag. Hugmyndir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meirihluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart," segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún staðist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þingmenn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum," segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks bankamanna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verðtryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar," segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyfingarinnar á sunnudag. Hugmyndir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meirihluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart," segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún staðist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þingmenn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum," segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks bankamanna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verðtryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar," segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira