Fótboltamaður fær hæstu einkunn í Harvard-háskóla 19. maí 2012 16:00 Efnilegur Guðmundur Reynir Gunnarsson, hagfræðinemi og fótboltamaður í KR, hlaut hæstu einkunn frá Harvard-háskólanum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur.fréttablaðið/stefán Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hagfræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A" í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um framhaldsnám eða vinnu í framtíðinni," segir Guðmundur, sem stundar-BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn samstarfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi." Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólaliðinu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi." Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skiptinámsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Inntur eftir því hvað liðsfélögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu."sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Guðmundur stundaði skiptinám við Harvard-háskólann í vetur og lauk önninni með hæstu einkunn í öllum fögum. „Ég tók tvö fög í hagfræði og tvö fög í sálfræði og fékk „A" í þeim öllum. Ég er mjög sáttur við einkunnirnar og þær koma sér líklega vel þegar ég sæki um framhaldsnám eða vinnu í framtíðinni," segir Guðmundur, sem stundar-BA nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Skiptinámið við Harvard er nýtt af nálinni og enn er enginn samstarfsamningur á milli háskólanna tveggja og þurfti Guðmundur því að fá sérstakt leyfi frá HÍ fyrir skiptináminu. „Námið var öðruvísi en ég átti að venjast, það var mikið af verkefnaskilum yfir önnina og mikið lagt upp úr virkni og vinnu í tímum þannig að lokaprófin sjálf höfðu minna vægi." Guðmundur eyddi lunganum úr deginum í nám og verkefnavinnu og spilaði fótbolta með skólaliðinu í frítíma sínum. „Ég bjó rétt hjá stúdentagörðunum og mætti snemma morguns í skólann og var þar meira og minna allan daginn. Kvöldin fóru svo annaðhvort í að sinna félagslífinu eða lærdómi." Undirbúningstímabilið hófst í nóvember og missti Guðmundur að miklu leyti af því vegna skiptinámsins. Hann lék sinn fyrsta leik á þessu tímabili á þriðjudaginn og hyggst einbeita sér alfarið að boltanum í sumar enda er mikið í húfi því KR-ingar þurfa að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Inntur eftir því hvað liðsfélögum hans þyki um hinn góða námsárangur segir Guðmundur þá helst gera góðlátlegt grín að honum. „Þeir gera nú mest grín að þessu og reyna að finna eins marga brandara út á þetta og þeir geta. Ég tek því létt og hef bara gaman af þessu."sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira