Meiri peningar í morð Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. maí 2012 06:00 Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Samt virðist stundum eins og íslenskir stjórnmálamenn finni sig verða meiri og mikilvægari þegar þeir eru aðilar að alvarlegum ákvörðunum sem hafa gríðarleg áhrif. Þannig mátti beinlínis sjá hvernig Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson belgdust út og stækkuðu þegar þeir fengu að vera með í því að samþykkja árás á Írak. Hróðugir sátu þeir og sögðu ábúðarfullir frá mikilvægi ákvörðunar sinnar og þess að Ísland skoraðist ekki undan ábyrgð sinni. Minntu helst á litla drengi sem fá að spila fótbolta með stóru strákunum og finna eigið mikilvægi springa út. Össur Skarphéðinsson var ekki síður ábúðarfullur þegar hann lýsti stuðningi Íslendinga við hernaðaraðgerðir í Líbíu. Þar á bæ hefur góða liðið, sem Íslendingar studdu, nú sett lög um að það sé ólöglegt að móðga líbísku þjóðina og stofnanir hennar. Gagnrýni á byltinguna, sem Íslendingar studdu með ráðum og dáð, getur þýtt lífstíðarfangelsi. Og ekki virðist þurfa typpi til að mikilvægið vaxi við ákvarðanir um líf og dauða. Ekki var annað að sjá en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyndi mikið til sín þegar hún samþykkti gagnrýnislaust áframhaldandi hernað í Afganistan sem utanríkisráðherra vor. Flestar þær stríðsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa staðið að eru á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, Nató. Þar höfum við verið frá stofnun, enda þótti einhverjum nauðsynlegt að hér væri her til að vernda okkur gegn Sovétríkjunum. Það að þau eru ekki lengur til hefur í engu breytt afstöðunni, í hernaðarbandalaginu skulum við vera. Sumt fólk þarf ekki rök fyrir að vera í samtökum sem drepa annað fólk, það er nefnilega svo mikilvægt. Íslendingar hafa á síðustu 5 árum greitt tæpan milljarð til Atlantshafsbandalagsins, eða 911 milljónir króna. Vinstri stjórnin sem nú situr við völd stóð að hækkun framlaga úr 87,6 milljónum króna árið 2009, í 216,4 árið 2010. Það virðist samrýmast nútíma vinstri stefnu að vilja eyða meiri peningum í morð. Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Það gæti hins vegar verið það, ef íslenskir stjórnmálamenn hefðu kjark til að samþykkja ekki alla drápsleiðangra. Ísland gæti verið rödd friðar, en er rödd hernaðar. Mikið er það trist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun
Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Samt virðist stundum eins og íslenskir stjórnmálamenn finni sig verða meiri og mikilvægari þegar þeir eru aðilar að alvarlegum ákvörðunum sem hafa gríðarleg áhrif. Þannig mátti beinlínis sjá hvernig Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson belgdust út og stækkuðu þegar þeir fengu að vera með í því að samþykkja árás á Írak. Hróðugir sátu þeir og sögðu ábúðarfullir frá mikilvægi ákvörðunar sinnar og þess að Ísland skoraðist ekki undan ábyrgð sinni. Minntu helst á litla drengi sem fá að spila fótbolta með stóru strákunum og finna eigið mikilvægi springa út. Össur Skarphéðinsson var ekki síður ábúðarfullur þegar hann lýsti stuðningi Íslendinga við hernaðaraðgerðir í Líbíu. Þar á bæ hefur góða liðið, sem Íslendingar studdu, nú sett lög um að það sé ólöglegt að móðga líbísku þjóðina og stofnanir hennar. Gagnrýni á byltinguna, sem Íslendingar studdu með ráðum og dáð, getur þýtt lífstíðarfangelsi. Og ekki virðist þurfa typpi til að mikilvægið vaxi við ákvarðanir um líf og dauða. Ekki var annað að sjá en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyndi mikið til sín þegar hún samþykkti gagnrýnislaust áframhaldandi hernað í Afganistan sem utanríkisráðherra vor. Flestar þær stríðsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa staðið að eru á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, Nató. Þar höfum við verið frá stofnun, enda þótti einhverjum nauðsynlegt að hér væri her til að vernda okkur gegn Sovétríkjunum. Það að þau eru ekki lengur til hefur í engu breytt afstöðunni, í hernaðarbandalaginu skulum við vera. Sumt fólk þarf ekki rök fyrir að vera í samtökum sem drepa annað fólk, það er nefnilega svo mikilvægt. Íslendingar hafa á síðustu 5 árum greitt tæpan milljarð til Atlantshafsbandalagsins, eða 911 milljónir króna. Vinstri stjórnin sem nú situr við völd stóð að hækkun framlaga úr 87,6 milljónum króna árið 2009, í 216,4 árið 2010. Það virðist samrýmast nútíma vinstri stefnu að vilja eyða meiri peningum í morð. Ísland er ekki stórt land og vægi þess í alþjóðlegu samstarfi er ekki mikið. Það gæti hins vegar verið það, ef íslenskir stjórnmálamenn hefðu kjark til að samþykkja ekki alla drápsleiðangra. Ísland gæti verið rödd friðar, en er rödd hernaðar. Mikið er það trist.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun