Framtíðarsýnin breyttist á Sveinstindi 31. maí 2012 23:00 "Það er eins og pólitísk hrossakaup hafi átt sér stað og Reykjanesinu sé fórnað fyrir einhver önnur svæði,“ segir Ellert um rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í virkjunarmálum. Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur," segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni https://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformaðar virkjanir á Reykjanesi mundu valda," segir hann og útskýrir nánar. „Í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nítján virkjunarkostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykjanes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingarflokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skiljuhús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjunum er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti." Ellert kveðst hafa verið fylgjandi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. „Ég var á þeirri línu að virkjanir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víðast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunarmál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkjanaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orðinn alveg eins og Ómar Ragnarsson en það stefnir í það." gun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur," segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni https://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformaðar virkjanir á Reykjanesi mundu valda," segir hann og útskýrir nánar. „Í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nítján virkjunarkostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykjanes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingarflokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skiljuhús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjunum er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti." Ellert kveðst hafa verið fylgjandi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. „Ég var á þeirri línu að virkjanir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víðast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunarmál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkjanaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orðinn alveg eins og Ómar Ragnarsson en það stefnir í það." gun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira