Stigu óvænt á svið með Bombay Bicycle Club 31. maí 2012 08:00 Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam. „Við vorum sjálfboðaliðar í Slóvakíu í fyrrasumar og spiluðum svolítið þar. Það var maður sem heyrði í okkur í eitt skiptið og sendi okkur póst þar sem hann bauð okkur að koma út í vor og spila hér og þar um Slóvakíu. Hann sá alfarið um að skipuleggja alla tónleikana fyrir okkur og að auglýsa þá," segir Brynja, en þær stöllur héldu utan um miðjan apríl. Brynja og Þorbjörg fóru víða á þessum sex vikum og stoppuðu aðeins í þrjá daga á hverjum stað fyrir utan Slóvakíu, þar sem þær dvöldu í eina viku. „Við byrjuðum í Danmörku og fórum svo til London, Nantes, Rómar, Búdapest, Þrándheims, Slóvakíu, Amsterdam og enduðum loks í Berlín. Þetta var svolítið stressandi en alveg ótrúlega skemmtilegt ferðalag og við lentum í mörgum ævintýrum," segir Brynja og nefnir í því samhengi þegar vinkonurnar fengu óvænt að stíga á svið með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club, en meðlimir sveitarinnar eru vinir Þorbjargar. „Við komumst að því að þeir yrðu í Brussel og Amsterdam á sama tíma og við og mæltum okkur mót. Þeir báðu okkur svo um að syngja með sér á tvennum tónleikum sem var mjög óvænt en skemmtilegt," útskýrir Þorbjörg. Aðspurð segir Brynja heimsóknirnar til slóvenska bæjarins Danska Stiavnica og til Þrándheims í Noregi hafa staðið upp úr ásamt því að hafa verið beðin um eiginhandaráritun af slóvenskum aðdáendum eftir eina tónleikana. „Við spiluðum sex sinnum í Slóvakíu og eignuðumst nokkra aðdáendur í kjölfarið. Nokkrir vildu eiginhandaráritanirnar okkar og það var svolítið merkileg upplifun." Þorbjörg segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr enda hafi ferðin verið mikið ævintýri frá upphafi til enda. „Ætli fólkið sem við kynntumst standi ekki upp úr sem það skemmtilegasta við ferðina. Og það að hafa fengið að syngja með Bombay Bicycle Club," segir hún. Brynja hefur dansnám við Listaháskóla Íslands í haust og því er óvíst um framtíð tónlistarferils hennar en Þorbjörg er staðráðin í því að halda áfram að sinna tónlistinni og stefnir á að gefa út geisladisk næsta haust. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam. „Við vorum sjálfboðaliðar í Slóvakíu í fyrrasumar og spiluðum svolítið þar. Það var maður sem heyrði í okkur í eitt skiptið og sendi okkur póst þar sem hann bauð okkur að koma út í vor og spila hér og þar um Slóvakíu. Hann sá alfarið um að skipuleggja alla tónleikana fyrir okkur og að auglýsa þá," segir Brynja, en þær stöllur héldu utan um miðjan apríl. Brynja og Þorbjörg fóru víða á þessum sex vikum og stoppuðu aðeins í þrjá daga á hverjum stað fyrir utan Slóvakíu, þar sem þær dvöldu í eina viku. „Við byrjuðum í Danmörku og fórum svo til London, Nantes, Rómar, Búdapest, Þrándheims, Slóvakíu, Amsterdam og enduðum loks í Berlín. Þetta var svolítið stressandi en alveg ótrúlega skemmtilegt ferðalag og við lentum í mörgum ævintýrum," segir Brynja og nefnir í því samhengi þegar vinkonurnar fengu óvænt að stíga á svið með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club, en meðlimir sveitarinnar eru vinir Þorbjargar. „Við komumst að því að þeir yrðu í Brussel og Amsterdam á sama tíma og við og mæltum okkur mót. Þeir báðu okkur svo um að syngja með sér á tvennum tónleikum sem var mjög óvænt en skemmtilegt," útskýrir Þorbjörg. Aðspurð segir Brynja heimsóknirnar til slóvenska bæjarins Danska Stiavnica og til Þrándheims í Noregi hafa staðið upp úr ásamt því að hafa verið beðin um eiginhandaráritun af slóvenskum aðdáendum eftir eina tónleikana. „Við spiluðum sex sinnum í Slóvakíu og eignuðumst nokkra aðdáendur í kjölfarið. Nokkrir vildu eiginhandaráritanirnar okkar og það var svolítið merkileg upplifun." Þorbjörg segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr enda hafi ferðin verið mikið ævintýri frá upphafi til enda. „Ætli fólkið sem við kynntumst standi ekki upp úr sem það skemmtilegasta við ferðina. Og það að hafa fengið að syngja með Bombay Bicycle Club," segir hún. Brynja hefur dansnám við Listaháskóla Íslands í haust og því er óvíst um framtíð tónlistarferils hennar en Þorbjörg er staðráðin í því að halda áfram að sinna tónlistinni og stefnir á að gefa út geisladisk næsta haust. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp