Aron Pálmars: Það pirrar mig að sitja á bekknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2012 09:00 Aron ætlar ekki að vanmeta lið Hollands sem Ísland mætir tvívegis á næstu dögum í undankeppni HM. Mynd/Vilhelm Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel. „Þessi eina til tvær vikur sem maður er með landsliðinu strax eftir langt tímabil eru yfirleitt þær erfiðustu á árinu," segir Aron sem segist hafa þurft smá tíma til að pumpa sig upp í þetta verkefni. Ísland mætir Hollendingum í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. „Ég þekki sjálfan mig samt það vel að ég get stillt mig inn á svona verkefni. Ég hef gert þetta áður enda orðinn reynslubolti," segir Aron og hlær en Hafnfirðingurinn verður 22 ára í júlí. Hollendingar hafa ekki unnið til afreka í karlahandboltanum en Aron hefur varann á. „Þetta er fínt lið þótt þetta sé ekki þekktasta lið í heimi. Maður þekkir ekkert öll nöfnin þarna, ég skal alveg viðurkenna það," segir Aron en íslensku strákarnir hafa undir höndum upptökur af leikjum liðsins sem verða notaðar í undirbúningnum. „Þeir eru með fína leikmenn og þetta er hættulegur andstæðingur. Við vitum að við erum sterkara liðið og líklegri í þessum leikjum," segir Aron og leggur áherslu á að liðið þurfi að gefa allt í fyrri leikinn á heimavelli til að hafa gott veganesti fyrir Hollandsferðina. Erfitt að gagnrýna þjálfarannAron átti frábæra innkomu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Kiel gegn Atlético Madrid og skoraði þrjú mörk þegar erfiðlega gekk hjá þýska liðinu. Bekkjarsetan heillar Aron ekki frekar en aðra og hann vill fara að fá meira traust frá Alfreð Gíslasyni, þjálfara liðsins. „Ég viðurkenni alveg að það pirrar mig að sitja á bekknum. Það er samt mjög erfitt að gagnrýna þjálfarann þegar það gengur svona vel. Flestir leikmenn eru þannig að þeir eru ekki alltaf sammála þjálfaranum. Ég verð bara að vinna vel í mínum hlutum í sumar til að stækka hlutverk mitt, verða byrjunarliðsmaður og fá traust á mínar herðar," segir Aron sem segir árangur Kiel vissulega hafa komið á óvart en liðið hafi unnið fyrir honum. Síðasta tímabil hneyksli„Við stefnum alltaf á alla titla og vorum frekar sárir með síðasta tímabil. Okkur fannst eiginlega algjört hneyksli „bara" að verða í öðru sæti í deildinni og vinna bikarinn," segir Aron en liðið hóf undirbúningstímabilið fyrr en venjulega síðastliðið sumar. „Við ætluðum að sanna að við ættum þetta allt skilið. Það hugsaði enginn um að við gætum átt fullkomið tímabil og unnið alla þrjá titlana. Það var samt klárlega stefnan. Maður fer samt í alla leiki til þess að vinna og það gekk heldur betur eftir í ár," segir Aron sem segir muninn á æfingum með landsliðinu og Kiel í raun bara vera tungumálið. „Það er mikil fagmennska á báðum stöðum. Landsliðið er líka heimsklassalið en hérna eru liðsfélagarnir meiri vinir manns. Hitt er meira þannig að um atvinnu þína er að ræða. Þú ert ekkert mikið að blanda geði við hina. Hérna ertu með vinum þínum að æfa og það er líkast til stærsti munurinn." Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel. „Þessi eina til tvær vikur sem maður er með landsliðinu strax eftir langt tímabil eru yfirleitt þær erfiðustu á árinu," segir Aron sem segist hafa þurft smá tíma til að pumpa sig upp í þetta verkefni. Ísland mætir Hollendingum í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. „Ég þekki sjálfan mig samt það vel að ég get stillt mig inn á svona verkefni. Ég hef gert þetta áður enda orðinn reynslubolti," segir Aron og hlær en Hafnfirðingurinn verður 22 ára í júlí. Hollendingar hafa ekki unnið til afreka í karlahandboltanum en Aron hefur varann á. „Þetta er fínt lið þótt þetta sé ekki þekktasta lið í heimi. Maður þekkir ekkert öll nöfnin þarna, ég skal alveg viðurkenna það," segir Aron en íslensku strákarnir hafa undir höndum upptökur af leikjum liðsins sem verða notaðar í undirbúningnum. „Þeir eru með fína leikmenn og þetta er hættulegur andstæðingur. Við vitum að við erum sterkara liðið og líklegri í þessum leikjum," segir Aron og leggur áherslu á að liðið þurfi að gefa allt í fyrri leikinn á heimavelli til að hafa gott veganesti fyrir Hollandsferðina. Erfitt að gagnrýna þjálfarannAron átti frábæra innkomu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Kiel gegn Atlético Madrid og skoraði þrjú mörk þegar erfiðlega gekk hjá þýska liðinu. Bekkjarsetan heillar Aron ekki frekar en aðra og hann vill fara að fá meira traust frá Alfreð Gíslasyni, þjálfara liðsins. „Ég viðurkenni alveg að það pirrar mig að sitja á bekknum. Það er samt mjög erfitt að gagnrýna þjálfarann þegar það gengur svona vel. Flestir leikmenn eru þannig að þeir eru ekki alltaf sammála þjálfaranum. Ég verð bara að vinna vel í mínum hlutum í sumar til að stækka hlutverk mitt, verða byrjunarliðsmaður og fá traust á mínar herðar," segir Aron sem segir árangur Kiel vissulega hafa komið á óvart en liðið hafi unnið fyrir honum. Síðasta tímabil hneyksli„Við stefnum alltaf á alla titla og vorum frekar sárir með síðasta tímabil. Okkur fannst eiginlega algjört hneyksli „bara" að verða í öðru sæti í deildinni og vinna bikarinn," segir Aron en liðið hóf undirbúningstímabilið fyrr en venjulega síðastliðið sumar. „Við ætluðum að sanna að við ættum þetta allt skilið. Það hugsaði enginn um að við gætum átt fullkomið tímabil og unnið alla þrjá titlana. Það var samt klárlega stefnan. Maður fer samt í alla leiki til þess að vinna og það gekk heldur betur eftir í ár," segir Aron sem segir muninn á æfingum með landsliðinu og Kiel í raun bara vera tungumálið. „Það er mikil fagmennska á báðum stöðum. Landsliðið er líka heimsklassalið en hérna eru liðsfélagarnir meiri vinir manns. Hitt er meira þannig að um atvinnu þína er að ræða. Þú ert ekkert mikið að blanda geði við hina. Hérna ertu með vinum þínum að æfa og það er líkast til stærsti munurinn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira