Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum 14. júní 2012 10:15 Mennirnir tveir játuðu aðild sína að ráninu og sögðust hafa ætlað að gefa sig fram við yfirvöld í Sviss þar sem þeir voru handteknir. Fréttablaðið/GVA Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætlunina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töluðu pólsku en túlkur þýddi framburð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Póllandi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipulaginu," sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum." Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað manninn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksóknari spurði hann þá hvort maðurinn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum," sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerrum, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið." Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjölmiðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt." Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengdan kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert," sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborninganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru handteknir við landamæraeftirlit lögreglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lögreglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marcins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Dómsmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætlunina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töluðu pólsku en túlkur þýddi framburð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Póllandi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipulaginu," sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum." Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað manninn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksóknari spurði hann þá hvort maðurinn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum," sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerrum, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið." Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjölmiðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt." Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengdan kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert," sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborninganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru handteknir við landamæraeftirlit lögreglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lögreglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marcins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Dómsmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira