Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum 14. júní 2012 10:15 Mennirnir tveir játuðu aðild sína að ráninu og sögðust hafa ætlað að gefa sig fram við yfirvöld í Sviss þar sem þeir voru handteknir. Fréttablaðið/GVA Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætlunina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töluðu pólsku en túlkur þýddi framburð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Póllandi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipulaginu," sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum." Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað manninn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksóknari spurði hann þá hvort maðurinn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum," sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerrum, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið." Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjölmiðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt." Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengdan kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert," sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborninganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru handteknir við landamæraeftirlit lögreglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lögreglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marcins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Dómsmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Pólverjarnir Grzegorz Nowak og Pawel Podburaczynski, sem eru ákærðir fyrir aðild að úraráninu í verslun Michelsen í vetur, neita báðir að hafa átt hlut í því að skipuleggja eða fjármagna ránið. Þeir játa þó báðir aðild sína að málinu. Framburði mannanna tveggja bar algjörlega saman við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir sögðu að maðurinn á bak við áætlunina hefði verið Marcin Tomasz Lech, sem afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir að hafa skipulagt ránið. Þeir töluðu pólsku en túlkur þýddi framburð þeirra jafnóðum. Marcin var kallaður fram sem vitni og neitaði hann því alfarið að hafa skipulagt aðgerðina. Hann sagðist hafa þegið boð um að fremja ránið frá manni sem hann þekkti frá heimabæ sínum í Póllandi. Marcin bað sakborningana tvo afsökunar á fyrri vitnisburði sínum, þar sem hann reyndi að skella skuldinni á þá. „Þeir komu ekki nálægt skipulaginu," sagði Marcin. „Ég vil biðja þá fyrirgefningar hér á staðnum." Aðspurður vildi Marcin ekki greina frá nafni höfuðpaursins sem skipulagði ránið af ótta við að honum eða fjölskyldu sinni yrði unnið mein. Hann kvað manninn vera þekktan glæpamann í heimabæ sínum, sem er svipaður að stærð og Reykjavík. Saksóknari spurði hann þá hvort maðurinn væri tengdur glæpasamtökum og játti Marcin því. „Hann er þekkt fígúra í okkar bæ. Það má segja að hann hafi tengsl við glæpasamtök sem er þekktur hópur í bænum," sagði hann. „Þeir keyra um á glæsikerrum, eru ekki í venjulegri vinnu og stunda næturlífið." Er hann var spurður hvað þessi glæpasamtök hétu, svaraði hann: „Hópar heita engum nöfnum í Póllandi eins og ég hef heyrt í fangelsinu að þeir heiti hér. Það eru þá helst fjölmiðlar sem finna nöfn á þá, en þeir kalla sig ekki neitt." Marcin sagðist viss um að þurfa að greiða skuld sína til baka þegar hann sneri aftur til Póllands eftir fangelsisdóminn, því ránið hafði ekki tekist og einhver þyrfti að greiða upphæðina til baka sem fór í flugmiða, hótel og annan tengdan kostnað. „Ég er bara peð í þessu og skipulagði ekkert," sagði hann, en sagðist þó skilja vel að það hafi litið þannig út í augum sakborninganna. Pawel og Grzegorz sögðust báðir hafa ákveðið að taka þátt ráninu vegna fjárhagsörðugleika heima fyrir. Þá sagðist Pawel eiga nýfætt, veikt barn sem þarfnaðist lyfja sem hann hefði ekki efni á. Mennirnir tveir voru handteknir við landamæraeftirlit lögreglu í Sviss í mars síðastliðnum. Þeir sögðust báðir fyrir dómi hafa ætlað að gefa sig fram til lögreglu af fúsum og frjálsum vilja, en verið beðnir af bróður Marcins um að bíða með það þar til dómur væri fallinn í máli hans. Þeir sögðust hafa verið í Sviss í atvinnuleit. sunna@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Reykjavík Dómsmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira