Ekkert bendir til að saman náist um þinglok og því allar líkur á að sumarþing verði kvatt saman eftir mánaðamótin eftir stutt hlé. Formenn þingflokkanna funduðu í gærkvöldi um framhaldið, og þá afgreiðslu einstakra mála, en fundi var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var til umræðu að leggja áherslu á önnur mál en sjávarútvegsmálin út vikuna, eða fram að þinghléi.
Reiknað er með að niðurstaða um hvort blásið verður til sumarþings eða ekki liggi fyrir í dag. - kóp / shá
