Bætur fyrir skartgripi 5% af innbústryggingu 14. júní 2012 06:00 þýfi Skartgripir eru meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. Fréttablaðið/gva Þeir sem eru með innbú tryggt fyrir fimm milljónir króna fá aðeins 250 þúsund krónur í bætur fyrir stolna skartgripi þótt verðmæti þeirra sé miklu meira. Þetta er vegna þess að skartgripir eru ekki tryggðir nema fyrir fimm prósent af heildarvátryggingarupphæð innbús samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna. Hákon Hákonarson, eigandi Tryggingar og ráðgjafar sem býður upp á Tryggingavaktina, segir nokkuð ljóst að skartgripir á mörgum heimilum geti verið mörg hundruð þúsunda ef ekki milljóna króna virði. „Þess vegna er mikilvægt að innbústryggingar endurspegli verðmæti innbúsins eða að keypt sé sérstök trygging fyrir svo verðmæta skartgripi." Að sögn Hákonar koma þessir skilmálar tryggingafélaganna um skartgripi viðskiptavinum sem brotist hefur verið inn hjá á óvart. „Fólk sem ekki hefur áttað sig á þessu er mjög ósátt. Því er almennt ekki bent sérstaklega á þetta þegar það kaupir tryggingar og fær þá kannski ekki upplýsingar um þessa skilmála nema það spyrji sérstaklega um skartgripi. Þeir sem hafa til dæmis keypt 10 milljóna króna innbústryggingu eru ósáttir við að vera háðir einhverjum takmörkunum með skartgripina." Hákon bendir á að skartgripir séu meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. „Þeir eru auðveldir í meðförum og það er mjög auðvelt að koma þeim í verð. Það má reyndar segja að ef fólk er með heima hjá sér aðra verðmæta hluti, eins og til dæmis málverk, sé ástæða til að tryggja þá sérstaklega. Því betur sem menn huga að þessum málum, þeim mun auðveldara er að fá bætur frá tryggingafélögunum. En auðvitað þarf að grípa til ráðstafana þegar farið er að heiman til þess að gera innbrotsþjófum erfiðara fyrir." ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Þeir sem eru með innbú tryggt fyrir fimm milljónir króna fá aðeins 250 þúsund krónur í bætur fyrir stolna skartgripi þótt verðmæti þeirra sé miklu meira. Þetta er vegna þess að skartgripir eru ekki tryggðir nema fyrir fimm prósent af heildarvátryggingarupphæð innbús samkvæmt skilmálum tryggingafélaganna. Hákon Hákonarson, eigandi Tryggingar og ráðgjafar sem býður upp á Tryggingavaktina, segir nokkuð ljóst að skartgripir á mörgum heimilum geti verið mörg hundruð þúsunda ef ekki milljóna króna virði. „Þess vegna er mikilvægt að innbústryggingar endurspegli verðmæti innbúsins eða að keypt sé sérstök trygging fyrir svo verðmæta skartgripi." Að sögn Hákonar koma þessir skilmálar tryggingafélaganna um skartgripi viðskiptavinum sem brotist hefur verið inn hjá á óvart. „Fólk sem ekki hefur áttað sig á þessu er mjög ósátt. Því er almennt ekki bent sérstaklega á þetta þegar það kaupir tryggingar og fær þá kannski ekki upplýsingar um þessa skilmála nema það spyrji sérstaklega um skartgripi. Þeir sem hafa til dæmis keypt 10 milljóna króna innbústryggingu eru ósáttir við að vera háðir einhverjum takmörkunum með skartgripina." Hákon bendir á að skartgripir séu meðal þess helsta sem innbrotsþjófar sækjast eftir. „Þeir eru auðveldir í meðförum og það er mjög auðvelt að koma þeim í verð. Það má reyndar segja að ef fólk er með heima hjá sér aðra verðmæta hluti, eins og til dæmis málverk, sé ástæða til að tryggja þá sérstaklega. Því betur sem menn huga að þessum málum, þeim mun auðveldara er að fá bætur frá tryggingafélögunum. En auðvitað þarf að grípa til ráðstafana þegar farið er að heiman til þess að gera innbrotsþjófum erfiðara fyrir." ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira