Lindsay Lohan virðist vera einstaklega lunkin við að koma sé í vandræði en hún er ekki fyrr sloppin úr klóm réttarkerfisins í Bandaríkjunum en hún hefur verið handtekin á ný. Á föstudaginn ók Lohan bíl sínum á vörubíl og þegar lögreglan mætti á svæðið fannst opin vatnsflaska í bílnum sem var full af áfengi.
Lohan mældist ekki með áfengi í blóðinu en fjölmiðlar vestanhafs segja að aðeins sé tímaspursmál hvenær leikkonan lendi aftur steininum. Þessa dagana er Lohan við tökur á sjónvarpsmyndinni Liz & Dick þar sem hún fer með hlutverk leikkonunnar Elizabeth Taylor.
Lindsay Lohan ók á vörubíl
