Reiðubúnir að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu 16. júní 2012 09:00 alþingi Hart var tekist á um þinglok í gær. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi en það tókst ekki. fréttablaðið/gva Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins buðu ríkisstjórnarflokkarnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frumvörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuveganefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomulag vera að nást í gær, en Framsóknarflokkurinn setti þá fyrirvara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að dreifa greiðslum veiðigjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokkanna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundurinn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórnarþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þingmenn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins buðu ríkisstjórnarflokkarnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frumvörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuveganefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomulag vera að nást í gær, en Framsóknarflokkurinn setti þá fyrirvara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að dreifa greiðslum veiðigjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokkanna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundurinn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórnarþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þingmenn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira