Farsælla að vinna vel en hratt Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. júní 2012 06:00 Sérstakur saksóknari og hans fólk hefur staðið í ströngu allt frá því embættið var stofnað fáeinum mánuðum eftir hrun. Embættið hefur engu að síður sætt talsverðri gagnrýni, bæði fyrir að ganga hart fram í málum en einnig vegna þess að mál hafa þótt vera þar lengi í vinnslu. Þetta hefur þótt binda hendur þeirra sem til rannsóknar hafa verið og koma í veg fyrir þátttöku þeirra í samfélaginu. Hins vegar hefur gagnrýnin komið frá þeim sem eru óþolinmóðir vegna þess að þeim þykir lítið ávinnast í uppgjörinu við hrunið. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í viðtali við Fréttablaðið í gær að efnahagsbrotarannsóknir taki einfaldlega langan tíma og útskýrir hvers vegna. Ólafur lýsir því einnig hvernig rannsóknir hafa tafist vegna þess að margir sakborningar neiti að tjá sig við skýrslutöku eða að í ljós kemur þegar vitnisburður hefur verið borinn saman við gögn að þeir hafi beinlínis sagt ósatt. Að sögn Ólafs eru um 100 mál sem tengjast hruninu á málaskrá embættis sérstaks saksóknara. Mörg mál eru nú á lokastigi rannsóknar eða að nálgast það stig og stefnt er að því að allri rannsóknarvinnu embættis sérstaks saksóknara í tengslum við hrunmálin svokölluðu verði lokið fyrir árslok 2014. Nú í vikunni voru tveir menn dæmdir til fangelsisvistar fyrir umboðssvik og var það fyrsta hrunmálið sem leitt var til lykta vegna slíkra brota. Sá dómur veitir mikilvægt fordæmi að mati Ólafs Þórs, bæði fyrir þá sem vinna við rannsókn sambærilegra mála og fyrir héraðsdómstólana sem munu dæma í þeim. Hrunmálin verða leidd til lykta eitt af öðru fyrir dómstólum næstu misserin. Niðurstöður mála verða auðvitað mismunandi en mestu máli skiptir að til grundvallar liggi vel unnin mál. „Það sem við þurfum síst af öllu er uppgjör við hrunið í formi sakamála sem eru illa unnin," sagði Ólafur í viðtalinu við blaðið í gær. Og satt er það því í illa unnum sakamálum fælist ekki mikið uppgjör. Miklu skiptir að leiða til lykta þau sakamál sem tengjast hruninu. Það er vitanlega mikilvægt fyrir þá sem tengjast málunum beint en það er ekki síður mikilvægt fyrir almenning í landinu sem kallar eftir einhvers konar uppgjöri við hrunið. Allra hluta vegna skiptir mestu að til vinnslu málanna sé vandað. Þegar upp er staðið hefur það miklu meira að segja en skjót niðurstaða. Staðan í vinnslu sakamála sem tengjast hruninu má þó líklega teljast góð miðað við það hvernig uppgjör við hrunið gengur á öðrum vígstöðvum. Pólitísku uppgjöri lauk ekki með dómi yfir Geir Hilmari Haarde. Þar er mikið verk óunnið, innan stjórnmálaflokka og í stjórnsýslunni. Því miður verður ekki séð að að því sé unnið af sömu atorku og að vinnslu sakamálanna hjá sérstökum saksóknara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Sérstakur saksóknari og hans fólk hefur staðið í ströngu allt frá því embættið var stofnað fáeinum mánuðum eftir hrun. Embættið hefur engu að síður sætt talsverðri gagnrýni, bæði fyrir að ganga hart fram í málum en einnig vegna þess að mál hafa þótt vera þar lengi í vinnslu. Þetta hefur þótt binda hendur þeirra sem til rannsóknar hafa verið og koma í veg fyrir þátttöku þeirra í samfélaginu. Hins vegar hefur gagnrýnin komið frá þeim sem eru óþolinmóðir vegna þess að þeim þykir lítið ávinnast í uppgjörinu við hrunið. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í viðtali við Fréttablaðið í gær að efnahagsbrotarannsóknir taki einfaldlega langan tíma og útskýrir hvers vegna. Ólafur lýsir því einnig hvernig rannsóknir hafa tafist vegna þess að margir sakborningar neiti að tjá sig við skýrslutöku eða að í ljós kemur þegar vitnisburður hefur verið borinn saman við gögn að þeir hafi beinlínis sagt ósatt. Að sögn Ólafs eru um 100 mál sem tengjast hruninu á málaskrá embættis sérstaks saksóknara. Mörg mál eru nú á lokastigi rannsóknar eða að nálgast það stig og stefnt er að því að allri rannsóknarvinnu embættis sérstaks saksóknara í tengslum við hrunmálin svokölluðu verði lokið fyrir árslok 2014. Nú í vikunni voru tveir menn dæmdir til fangelsisvistar fyrir umboðssvik og var það fyrsta hrunmálið sem leitt var til lykta vegna slíkra brota. Sá dómur veitir mikilvægt fordæmi að mati Ólafs Þórs, bæði fyrir þá sem vinna við rannsókn sambærilegra mála og fyrir héraðsdómstólana sem munu dæma í þeim. Hrunmálin verða leidd til lykta eitt af öðru fyrir dómstólum næstu misserin. Niðurstöður mála verða auðvitað mismunandi en mestu máli skiptir að til grundvallar liggi vel unnin mál. „Það sem við þurfum síst af öllu er uppgjör við hrunið í formi sakamála sem eru illa unnin," sagði Ólafur í viðtalinu við blaðið í gær. Og satt er það því í illa unnum sakamálum fælist ekki mikið uppgjör. Miklu skiptir að leiða til lykta þau sakamál sem tengjast hruninu. Það er vitanlega mikilvægt fyrir þá sem tengjast málunum beint en það er ekki síður mikilvægt fyrir almenning í landinu sem kallar eftir einhvers konar uppgjöri við hrunið. Allra hluta vegna skiptir mestu að til vinnslu málanna sé vandað. Þegar upp er staðið hefur það miklu meira að segja en skjót niðurstaða. Staðan í vinnslu sakamála sem tengjast hruninu má þó líklega teljast góð miðað við það hvernig uppgjör við hrunið gengur á öðrum vígstöðvum. Pólitísku uppgjöri lauk ekki með dómi yfir Geir Hilmari Haarde. Þar er mikið verk óunnið, innan stjórnmálaflokka og í stjórnsýslunni. Því miður verður ekki séð að að því sé unnið af sömu atorku og að vinnslu sakamálanna hjá sérstökum saksóknara.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun