Skýr lög um vörslusviptingar Ögmundur Jónasson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um. Aftur og ítrekað komu inn á mitt borð kvartanir vegna slíkra vörslusviptinga eftir að ég tók við embætti ráðherra dómsmála og mannréttinda. Groddalegar aðfarirKvartanirnar komu bæði frá einstaklingum og samtökum. Ég brást ítrekað við í fjölmiðlum þar sem ég reisti þá kröfu á hendur kaupleigufyrirtækjum að þau færu að lögum í þessum efnum og á heimasíðu innanríkisráðuneytisins komu þessi tilmæli skýrt fram. Fram kom að telji einhver sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars, þarf hinn fyrrnefndi almennt að leita til opinbers aðila til að fá þessa heimild sína staðfesta. Slíkt væri unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. laga um aðför. Samkvæmt henni væri að sama skapi aðila sem teldi sér með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sem honum bæri og hann gæti fært sönnur á rétt sinn, heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að hluturinn yrði færður honum í hendur. Dómari tæki þá afstöðu til þess hvort réttur gerðarbeiðanda væri svo ótvíræður að heimila mætti honum umráð hlutarins. Samkvæmt 3. mgr. 83. gr. aðfararlaga skal að jafnaði hafna aðfararbeiðni ef varhugavert þykir að láta gerðina ná fram að ganga á grundvelli sönnunargagna. Það þýðir að leiki vafi á réttmæti kröfu gerðarbeiðanda skal hafna því að aðför fari fram. Sé slíkri aðfararbeiðni hafnað er gerðarbeiðanda óheimilt að taka eign í sína vörslu þar til leyst hefur verið úr ágreiningi aðila. Þetta er afdráttarlaust enda urðu þessar ábendingar til þess að verulega dró úr vörslusviptingum sem stundum fóru þó fram með vægast sagt groddalegum hætti. Þótt ástandið lagaðist bárust þó áfram kvartanir. Ný löggjöfÍ framhaldinu óskaði ég eftir því við réttarfarsnefnd ráðuneytisins að nefndin útbyggi lagafrumvarp þar sem tekið væri á þessu vandamáli og þeir sem stunduðu slíkar aðferðir yrðu knúnir til að fara að reglum aðfararlaga vildu þeir ná til sín eignum sem þeir teldu sig eiga. Þótt lögin væru skýr, eins og hér hefur komið fram, væri þó greinilegt að skerpa þyrfti á þeim þannig að engin tvímæli væru. Frumvarp þessa efnis leit nú dagsins ljós og var það útbúið sem breyting á innheimtulögum. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafði þessi mál einnig til skoðunar í góðri samvinnu við innanríkisráðuneytið. Úr varð að frumvarpið var flutt á vegum nefndarinnar og varð það að lögum nú í þinglok. Ég tel að hér sé um mikilvæga réttarbót að ræða. Hér eftir er ljóst að sá sem taka vill eign sína úr vörslu umráðamanns verður að fá samþykki hans til þess. Fáist samþykki ekki verður að fara að þeim reglum sem kveðið er á um í lögum um aðför og leita atbeina dómstóla og svo sýslumanns til aðgerðanna. Jafnframt er ljóst að þeir sem stunda vörslusviptingar þurfa nú leyfi stjórnvalda til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Um vörslusviptingar er ekki hægt að alhæfa. Einstaklingur gerir samning um að kaupa bifreið, fær bílinn í hendur en stendur ekki í skilum. Hann er sviptur umráðum yfir bílnum. Annar einstaklingur stendur í skilum lengi vel en springur á limminu í kjölfar efnahagshrunsins vegna verðbólguskots og kjaraskerðingar. Til er í dæminu að einstaklingur hafi talið sig vera búinn að greiða eignina upp en kaupleigufyrirtækið telji svo ekki vera. En þrátt fyrir ágreining voru þess mörg dæmi að handhafi hinnar umdeildu eignar hafi verið sviptur henni með valdi án þess að leitað hefði verið eftir úrskurði og heimildum sem lög þó kváðu á um. Aftur og ítrekað komu inn á mitt borð kvartanir vegna slíkra vörslusviptinga eftir að ég tók við embætti ráðherra dómsmála og mannréttinda. Groddalegar aðfarirKvartanirnar komu bæði frá einstaklingum og samtökum. Ég brást ítrekað við í fjölmiðlum þar sem ég reisti þá kröfu á hendur kaupleigufyrirtækjum að þau færu að lögum í þessum efnum og á heimasíðu innanríkisráðuneytisins komu þessi tilmæli skýrt fram. Fram kom að telji einhver sig eiga skýlausan rétt á að fá umráð eignar sem er í vörslu annars, þarf hinn fyrrnefndi almennt að leita til opinbers aðila til að fá þessa heimild sína staðfesta. Slíkt væri unnt að gera með skjótum hætti á grundvelli 78. gr. laga um aðför. Samkvæmt henni væri að sama skapi aðila sem teldi sér með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda sem honum bæri og hann gæti fært sönnur á rétt sinn, heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að hluturinn yrði færður honum í hendur. Dómari tæki þá afstöðu til þess hvort réttur gerðarbeiðanda væri svo ótvíræður að heimila mætti honum umráð hlutarins. Samkvæmt 3. mgr. 83. gr. aðfararlaga skal að jafnaði hafna aðfararbeiðni ef varhugavert þykir að láta gerðina ná fram að ganga á grundvelli sönnunargagna. Það þýðir að leiki vafi á réttmæti kröfu gerðarbeiðanda skal hafna því að aðför fari fram. Sé slíkri aðfararbeiðni hafnað er gerðarbeiðanda óheimilt að taka eign í sína vörslu þar til leyst hefur verið úr ágreiningi aðila. Þetta er afdráttarlaust enda urðu þessar ábendingar til þess að verulega dró úr vörslusviptingum sem stundum fóru þó fram með vægast sagt groddalegum hætti. Þótt ástandið lagaðist bárust þó áfram kvartanir. Ný löggjöfÍ framhaldinu óskaði ég eftir því við réttarfarsnefnd ráðuneytisins að nefndin útbyggi lagafrumvarp þar sem tekið væri á þessu vandamáli og þeir sem stunduðu slíkar aðferðir yrðu knúnir til að fara að reglum aðfararlaga vildu þeir ná til sín eignum sem þeir teldu sig eiga. Þótt lögin væru skýr, eins og hér hefur komið fram, væri þó greinilegt að skerpa þyrfti á þeim þannig að engin tvímæli væru. Frumvarp þessa efnis leit nú dagsins ljós og var það útbúið sem breyting á innheimtulögum. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafði þessi mál einnig til skoðunar í góðri samvinnu við innanríkisráðuneytið. Úr varð að frumvarpið var flutt á vegum nefndarinnar og varð það að lögum nú í þinglok. Ég tel að hér sé um mikilvæga réttarbót að ræða. Hér eftir er ljóst að sá sem taka vill eign sína úr vörslu umráðamanns verður að fá samþykki hans til þess. Fáist samþykki ekki verður að fara að þeim reglum sem kveðið er á um í lögum um aðför og leita atbeina dómstóla og svo sýslumanns til aðgerðanna. Jafnframt er ljóst að þeir sem stunda vörslusviptingar þurfa nú leyfi stjórnvalda til þess.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun