Ógerilsneyddir ostar leyfðir 10. júlí 2012 08:30 Ostur Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Fram af því hafði verið óheimilt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varnaðarskyni gegn útbreiðslu dýrasjúkdóma. Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST), segir í samtali við Fréttablaðið að aðeins sé um takmarkað magn að ræða. Reglugerðarbreytingin sé að frumkvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift. „Við höfðum fengið til okkar athugasemdir vegna þessara mála og erum einfaldlega að koma til móts við fólk með þessari breytingu." Ostar úr ógerilsneyddri mjólk teljast margir til bestu osta heims, en þeir hafa ekki verið fáanlegir hér á landi. Annars vegar eru þeir ekki framleiddir á markað innanlands og hins vegar hafa tollverðir gert alla osta í farangri á leið til landsins upptæka, nema þeir hafi sannanlega verið framleiddir úr gerilsneyddri mjólk. Ógerilsneyddir ostar eru flestir framleiddir í Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Spáni. Meðal þekktustu tegunda eru Parmesan, Roquefort, Gruyère og Appenzeller. Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, segir að þetta séu gleðifréttir fyrir áhugafólk um góða osta. „Það er stór munur á ostum eftir því hvort þeir eru gerðir úr gerilsneyddri eða ógerilsneyddri mjólk," segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Í þessum ostum fær afurðin að njóta sín. Þegar ostarnir koma svo frá minni framleiðendum hafa þeir miklu meiri karakter heldur en það sem kemur frá verksmiðjum." Jóhann segir þetta vera kærkomið tækifæri fyrir almenning á Íslandi að kynnast gæðaafurðum. „Mér finnst þetta frábært. Ég er einmitt á leiðinni til Parísar í vikunni og mun örugglega taka eitthvað gott með mér heim."- þj Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Fram af því hafði verið óheimilt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varnaðarskyni gegn útbreiðslu dýrasjúkdóma. Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST), segir í samtali við Fréttablaðið að aðeins sé um takmarkað magn að ræða. Reglugerðarbreytingin sé að frumkvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift. „Við höfðum fengið til okkar athugasemdir vegna þessara mála og erum einfaldlega að koma til móts við fólk með þessari breytingu." Ostar úr ógerilsneyddri mjólk teljast margir til bestu osta heims, en þeir hafa ekki verið fáanlegir hér á landi. Annars vegar eru þeir ekki framleiddir á markað innanlands og hins vegar hafa tollverðir gert alla osta í farangri á leið til landsins upptæka, nema þeir hafi sannanlega verið framleiddir úr gerilsneyddri mjólk. Ógerilsneyddir ostar eru flestir framleiddir í Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Spáni. Meðal þekktustu tegunda eru Parmesan, Roquefort, Gruyère og Appenzeller. Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, segir að þetta séu gleðifréttir fyrir áhugafólk um góða osta. „Það er stór munur á ostum eftir því hvort þeir eru gerðir úr gerilsneyddri eða ógerilsneyddri mjólk," segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Í þessum ostum fær afurðin að njóta sín. Þegar ostarnir koma svo frá minni framleiðendum hafa þeir miklu meiri karakter heldur en það sem kemur frá verksmiðjum." Jóhann segir þetta vera kærkomið tækifæri fyrir almenning á Íslandi að kynnast gæðaafurðum. „Mér finnst þetta frábært. Ég er einmitt á leiðinni til Parísar í vikunni og mun örugglega taka eitthvað gott með mér heim."- þj
Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira