Ógerilsneyddir ostar leyfðir 10. júlí 2012 08:30 Ostur Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Fram af því hafði verið óheimilt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varnaðarskyni gegn útbreiðslu dýrasjúkdóma. Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST), segir í samtali við Fréttablaðið að aðeins sé um takmarkað magn að ræða. Reglugerðarbreytingin sé að frumkvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift. „Við höfðum fengið til okkar athugasemdir vegna þessara mála og erum einfaldlega að koma til móts við fólk með þessari breytingu." Ostar úr ógerilsneyddri mjólk teljast margir til bestu osta heims, en þeir hafa ekki verið fáanlegir hér á landi. Annars vegar eru þeir ekki framleiddir á markað innanlands og hins vegar hafa tollverðir gert alla osta í farangri á leið til landsins upptæka, nema þeir hafi sannanlega verið framleiddir úr gerilsneyddri mjólk. Ógerilsneyddir ostar eru flestir framleiddir í Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Spáni. Meðal þekktustu tegunda eru Parmesan, Roquefort, Gruyère og Appenzeller. Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, segir að þetta séu gleðifréttir fyrir áhugafólk um góða osta. „Það er stór munur á ostum eftir því hvort þeir eru gerðir úr gerilsneyddri eða ógerilsneyddri mjólk," segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Í þessum ostum fær afurðin að njóta sín. Þegar ostarnir koma svo frá minni framleiðendum hafa þeir miklu meiri karakter heldur en það sem kemur frá verksmiðjum." Jóhann segir þetta vera kærkomið tækifæri fyrir almenning á Íslandi að kynnast gæðaafurðum. „Mér finnst þetta frábært. Ég er einmitt á leiðinni til Parísar í vikunni og mun örugglega taka eitthvað gott með mér heim."- þj Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Fram af því hafði verið óheimilt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varnaðarskyni gegn útbreiðslu dýrasjúkdóma. Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST), segir í samtali við Fréttablaðið að aðeins sé um takmarkað magn að ræða. Reglugerðarbreytingin sé að frumkvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift. „Við höfðum fengið til okkar athugasemdir vegna þessara mála og erum einfaldlega að koma til móts við fólk með þessari breytingu." Ostar úr ógerilsneyddri mjólk teljast margir til bestu osta heims, en þeir hafa ekki verið fáanlegir hér á landi. Annars vegar eru þeir ekki framleiddir á markað innanlands og hins vegar hafa tollverðir gert alla osta í farangri á leið til landsins upptæka, nema þeir hafi sannanlega verið framleiddir úr gerilsneyddri mjólk. Ógerilsneyddir ostar eru flestir framleiddir í Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Spáni. Meðal þekktustu tegunda eru Parmesan, Roquefort, Gruyère og Appenzeller. Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, segir að þetta séu gleðifréttir fyrir áhugafólk um góða osta. „Það er stór munur á ostum eftir því hvort þeir eru gerðir úr gerilsneyddri eða ógerilsneyddri mjólk," segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Í þessum ostum fær afurðin að njóta sín. Þegar ostarnir koma svo frá minni framleiðendum hafa þeir miklu meiri karakter heldur en það sem kemur frá verksmiðjum." Jóhann segir þetta vera kærkomið tækifæri fyrir almenning á Íslandi að kynnast gæðaafurðum. „Mér finnst þetta frábært. Ég er einmitt á leiðinni til Parísar í vikunni og mun örugglega taka eitthvað gott með mér heim."- þj
Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira