Ógerilsneyddir ostar leyfðir 10. júlí 2012 08:30 Ostur Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Fram af því hafði verið óheimilt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varnaðarskyni gegn útbreiðslu dýrasjúkdóma. Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST), segir í samtali við Fréttablaðið að aðeins sé um takmarkað magn að ræða. Reglugerðarbreytingin sé að frumkvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift. „Við höfðum fengið til okkar athugasemdir vegna þessara mála og erum einfaldlega að koma til móts við fólk með þessari breytingu." Ostar úr ógerilsneyddri mjólk teljast margir til bestu osta heims, en þeir hafa ekki verið fáanlegir hér á landi. Annars vegar eru þeir ekki framleiddir á markað innanlands og hins vegar hafa tollverðir gert alla osta í farangri á leið til landsins upptæka, nema þeir hafi sannanlega verið framleiddir úr gerilsneyddri mjólk. Ógerilsneyddir ostar eru flestir framleiddir í Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Spáni. Meðal þekktustu tegunda eru Parmesan, Roquefort, Gruyère og Appenzeller. Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, segir að þetta séu gleðifréttir fyrir áhugafólk um góða osta. „Það er stór munur á ostum eftir því hvort þeir eru gerðir úr gerilsneyddri eða ógerilsneyddri mjólk," segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Í þessum ostum fær afurðin að njóta sín. Þegar ostarnir koma svo frá minni framleiðendum hafa þeir miklu meiri karakter heldur en það sem kemur frá verksmiðjum." Jóhann segir þetta vera kærkomið tækifæri fyrir almenning á Íslandi að kynnast gæðaafurðum. „Mér finnst þetta frábært. Ég er einmitt á leiðinni til Parísar í vikunni og mun örugglega taka eitthvað gott með mér heim."- þj Fréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Fram af því hafði verið óheimilt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varnaðarskyni gegn útbreiðslu dýrasjúkdóma. Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST), segir í samtali við Fréttablaðið að aðeins sé um takmarkað magn að ræða. Reglugerðarbreytingin sé að frumkvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift. „Við höfðum fengið til okkar athugasemdir vegna þessara mála og erum einfaldlega að koma til móts við fólk með þessari breytingu." Ostar úr ógerilsneyddri mjólk teljast margir til bestu osta heims, en þeir hafa ekki verið fáanlegir hér á landi. Annars vegar eru þeir ekki framleiddir á markað innanlands og hins vegar hafa tollverðir gert alla osta í farangri á leið til landsins upptæka, nema þeir hafi sannanlega verið framleiddir úr gerilsneyddri mjólk. Ógerilsneyddir ostar eru flestir framleiddir í Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Spáni. Meðal þekktustu tegunda eru Parmesan, Roquefort, Gruyère og Appenzeller. Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, segir að þetta séu gleðifréttir fyrir áhugafólk um góða osta. „Það er stór munur á ostum eftir því hvort þeir eru gerðir úr gerilsneyddri eða ógerilsneyddri mjólk," segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Í þessum ostum fær afurðin að njóta sín. Þegar ostarnir koma svo frá minni framleiðendum hafa þeir miklu meiri karakter heldur en það sem kemur frá verksmiðjum." Jóhann segir þetta vera kærkomið tækifæri fyrir almenning á Íslandi að kynnast gæðaafurðum. „Mér finnst þetta frábært. Ég er einmitt á leiðinni til Parísar í vikunni og mun örugglega taka eitthvað gott með mér heim."- þj
Fréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira