Merkilegt framhald fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar 11. júlí 2012 11:00 Björk Guðmundsdóttir Biophiliu-tónvísindasmiðjur Bjarkar hafa farið sigurför um heiminn. Stór áfangi næst með opnun slíkrar smiðju í Borgarbókasafninu í New York á morgun. „Þetta framhald er stór áfangi fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar en við höfum leitað eftir slíku," útskýrir Curver Thoroddsen, sem stýrir Biophiliu-kennsluverkefninu fyrir hönd Bjarkar Guðmundsdóttur. Með orðunum á hann við smiðju sem hefst á morgun í New York Public Library en verkefnið er framhald af smiðjum sem haldnar voru í tengslum við Biophiliu-tónleika Bjarkar í borginni í ársbyrjun. „Aðstandendur bókasafnsins sýndu verkefninu mikinn áhuga og vildu strax fá það til sín," segir hann en þeir fengu að koma í heimsókn og heilluðust upp úr skónum. Smiðjan verður haldin einu sinni í viku, tvo og hálfan tíma í senn, og eitt lag af Biophiliu-plötunni verður tekið fyrir í hvert skipti. Tónlistar- og vísindahlið laganna verða skoðaðar og iPad-spjaldtölvur notaðar við kennsluna en þátttakendur semja á tíu mismunandi forrit sem sum hver eru líkt og hljóðfæri. Þau fá að því loknu að eiga upptökur af öllu. Aðalatriðið er að hvetja þau til að skapa," segir hann. Uppbókað er í smiðjuna sem er ókeypis og stendur til áramóta í tveimur útibúum safnsins.Grunnur var lagður að kennsluháttum prógrammsins af vísindamönnum frá Háskóla Íslands og tónlistarkennurum frá Reykjavíkurborg í samstarfi við Björk síðasta haust. Eftir það hafa smiðjurnar farið sigurför um heiminn. „Við höfum kennt í mörgum löndum samhliða Biophiliu-tónleikaferðalaginu. Við héldum fjórar smiðjur í Hörpu og eftir það héldum við í ferðalag. Við höfum kennt í Manchester, Buenos Aires og í Hall of Science í New York," segir hann. Síðastliðinn föstudag byrjuðu aðrar smiðjur í Children's Museum of Manhattan sem eru ætlaðar yngri aldurshópi. „Þar geta börn og fjölskyldur kíkt við og skapað á hverjum degi næstu mánuðina."Hann nefnir jafnframt að Saint Ann-skólinn muni innleiða kennsluhætti Biophiliu-smiðjanna í námskrá sína á næstu haustönn. Jafnframt verður sett upp vinnusmiðja í Tæknisafninu í Ósló í byrjun ágúst. Á haustmánuðum hefst þriggja ára ferðalag þessara Biophiliu-smiðja um grunnskóla Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands þar sem tónlistar- og náttúrufræðikennarar munu hvetja íslensk ungmenni til tilrauna og sköpunar. hallfridur@frettabladid.is Björk Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Biophiliu-tónvísindasmiðjur Bjarkar hafa farið sigurför um heiminn. Stór áfangi næst með opnun slíkrar smiðju í Borgarbókasafninu í New York á morgun. „Þetta framhald er stór áfangi fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar en við höfum leitað eftir slíku," útskýrir Curver Thoroddsen, sem stýrir Biophiliu-kennsluverkefninu fyrir hönd Bjarkar Guðmundsdóttur. Með orðunum á hann við smiðju sem hefst á morgun í New York Public Library en verkefnið er framhald af smiðjum sem haldnar voru í tengslum við Biophiliu-tónleika Bjarkar í borginni í ársbyrjun. „Aðstandendur bókasafnsins sýndu verkefninu mikinn áhuga og vildu strax fá það til sín," segir hann en þeir fengu að koma í heimsókn og heilluðust upp úr skónum. Smiðjan verður haldin einu sinni í viku, tvo og hálfan tíma í senn, og eitt lag af Biophiliu-plötunni verður tekið fyrir í hvert skipti. Tónlistar- og vísindahlið laganna verða skoðaðar og iPad-spjaldtölvur notaðar við kennsluna en þátttakendur semja á tíu mismunandi forrit sem sum hver eru líkt og hljóðfæri. Þau fá að því loknu að eiga upptökur af öllu. Aðalatriðið er að hvetja þau til að skapa," segir hann. Uppbókað er í smiðjuna sem er ókeypis og stendur til áramóta í tveimur útibúum safnsins.Grunnur var lagður að kennsluháttum prógrammsins af vísindamönnum frá Háskóla Íslands og tónlistarkennurum frá Reykjavíkurborg í samstarfi við Björk síðasta haust. Eftir það hafa smiðjurnar farið sigurför um heiminn. „Við höfum kennt í mörgum löndum samhliða Biophiliu-tónleikaferðalaginu. Við héldum fjórar smiðjur í Hörpu og eftir það héldum við í ferðalag. Við höfum kennt í Manchester, Buenos Aires og í Hall of Science í New York," segir hann. Síðastliðinn föstudag byrjuðu aðrar smiðjur í Children's Museum of Manhattan sem eru ætlaðar yngri aldurshópi. „Þar geta börn og fjölskyldur kíkt við og skapað á hverjum degi næstu mánuðina."Hann nefnir jafnframt að Saint Ann-skólinn muni innleiða kennsluhætti Biophiliu-smiðjanna í námskrá sína á næstu haustönn. Jafnframt verður sett upp vinnusmiðja í Tæknisafninu í Ósló í byrjun ágúst. Á haustmánuðum hefst þriggja ára ferðalag þessara Biophiliu-smiðja um grunnskóla Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands þar sem tónlistar- og náttúrufræðikennarar munu hvetja íslensk ungmenni til tilrauna og sköpunar. hallfridur@frettabladid.is
Björk Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira