Jessica Biel segir unnusta sinn, söngvarann Justin Timberlake, vera þann sem ákveður klæðnað hennar áður en hún fer úr húsi.
Biel segir söngvarann vera mun smekklegri en hún sjálf og því taki hún mikið mark á honum í þessum efnum.
„Hann er óhræddur í vali sínu og hefur gott auga fyrir hönnun. Í sannleika sagt er hann mun smekklegri en ég. Eftir að ég klæði mig á morgnana spyr ég hann alltaf hvað honum finnist. Oftast hristir hann höfuðið og velur fötin upp á nýtt. Það er stórkostlega fyndið," sagði leikkonan í viðtali við In Style Magazine.
Smekklegur Timberlake

Mest lesið



Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun


Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni




