Lítið mál að flokka sorp - Fréttaskýring 12. júlí 2012 06:30 Urðun í álfsnesi Urðun úrgangs er dýr og endurvinnsla getur borgað sig. Hvert kíló sem þarf að urða í Álfsnesi kostar tæplega 18 krónur en það kostar ekkert að senda ruslið í endurvinnslu. fréttablaðið/valli Hver eru næstu skref í sorpflokkun? Það er lítið mál að umbylta ruslamálum þjóðarinnar, aðalatriðið er að fræða almenning. Þessu heldur Agnes Gunnarsdóttir fram. Hún er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu sem þjónar fjöldamörgum sveitarfélög um allt land. „Númer eitt, tvö og þrjú er fræðsla. Það er ekki nóg að senda einn bækling heim. Það þarf að fylgja þessu eftir," segir Agnes. Hún segir að starfsmenn Íslenska gámafélagsins hafi til að mynda heimsótt tíu þúsund heimili á landinu og beinlínis kennt fólki að flokka. „Fólk er að mikla fyrir sér hvernig á að koma fyrir öllum flokkunarílátunum. Hvort þetta eigi að vera inni í kústaskáp eða hvar. Fólk er oft svo stressað og hrætt við breytingar. En ef maður heldur aðeins í höndina á því er þetta ekkert mál." Agnes segir litlu hlutina helst flækjast fyrir fólki. „Smáatriðin verða oft stærstu atriðin fyrst, til dæmis tyggjó en því á að henda í almennt sorp." Hún segir spýtur af íspinnum og pilluspjöld einnig vera dæmi um hluti sem vefjast fyrir fólki. Mikilvægast sé að flokka stóru hlutina, pappa, plast og mjólkurfernur. Agnes bendir á að framleiðendur beri vissa ábyrgð. Þeir þurfi að setja vörur sínar í endurvinnsluvænar umbúðir svo eftirleikurinn verði auðveldari fyrir neytendur. „Sjáðu til dæmis mjólkurfernu með tappa úr plasti. Þar er verið að blanda saman tveimur endurvinnsluflokkum. Það þarf að gera fólki endurvinnslu auðveldari með því að blanda ekki saman flokkum. Þarna verðum við neytendur að þrýsta á framleiðendur," segir Agnes. Nú þegar eru sautján sveitarfélög byrjuð að flokka í þrjá endurvinnsluflokka: lífrænt, endurvinnanlegt og almennt heimilissorp sem er óendurvinnanlegt. Stykkishólmur er ákveðin fyrirmynd í þessum málum en þar hefur náðst að flokka upp í 67 prósent af úrgangi. katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Hver eru næstu skref í sorpflokkun? Það er lítið mál að umbylta ruslamálum þjóðarinnar, aðalatriðið er að fræða almenning. Þessu heldur Agnes Gunnarsdóttir fram. Hún er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu sem þjónar fjöldamörgum sveitarfélög um allt land. „Númer eitt, tvö og þrjú er fræðsla. Það er ekki nóg að senda einn bækling heim. Það þarf að fylgja þessu eftir," segir Agnes. Hún segir að starfsmenn Íslenska gámafélagsins hafi til að mynda heimsótt tíu þúsund heimili á landinu og beinlínis kennt fólki að flokka. „Fólk er að mikla fyrir sér hvernig á að koma fyrir öllum flokkunarílátunum. Hvort þetta eigi að vera inni í kústaskáp eða hvar. Fólk er oft svo stressað og hrætt við breytingar. En ef maður heldur aðeins í höndina á því er þetta ekkert mál." Agnes segir litlu hlutina helst flækjast fyrir fólki. „Smáatriðin verða oft stærstu atriðin fyrst, til dæmis tyggjó en því á að henda í almennt sorp." Hún segir spýtur af íspinnum og pilluspjöld einnig vera dæmi um hluti sem vefjast fyrir fólki. Mikilvægast sé að flokka stóru hlutina, pappa, plast og mjólkurfernur. Agnes bendir á að framleiðendur beri vissa ábyrgð. Þeir þurfi að setja vörur sínar í endurvinnsluvænar umbúðir svo eftirleikurinn verði auðveldari fyrir neytendur. „Sjáðu til dæmis mjólkurfernu með tappa úr plasti. Þar er verið að blanda saman tveimur endurvinnsluflokkum. Það þarf að gera fólki endurvinnslu auðveldari með því að blanda ekki saman flokkum. Þarna verðum við neytendur að þrýsta á framleiðendur," segir Agnes. Nú þegar eru sautján sveitarfélög byrjuð að flokka í þrjá endurvinnsluflokka: lífrænt, endurvinnanlegt og almennt heimilissorp sem er óendurvinnanlegt. Stykkishólmur er ákveðin fyrirmynd í þessum málum en þar hefur náðst að flokka upp í 67 prósent af úrgangi. katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira