Þingforseti segir hótel óboðlegt löggjafanum 13. júlí 2012 09:00 alþingi, þingmenn, þingflokksformenn, forseti alþingis ásta ragnheiður jóhannesdóttir „Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. „Það er verið að færa byggingar alveg að Alþingisreitnum, alveg út í gangstétt. Þetta þrengir mjög að gömlu húsunum sem við höfum verið að gera upp á Alþingisreitnum og mun skyggja algjörlega á þau." Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með borgaryfirvöldum áður en samkeppnin var haldin til að gera þeim grein fyrir afstöðu þingsins. „En það hvarflaði aldrei að okkur að menn ætluðu að færa byggingarnar alveg ofan í skrifstofuhúsnæði þingsins. Hér í þessum gömlu húsum verður bara myrkur ef þetta verður að veruleika, sem löggjafinn getur vart sætt sig við. Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að við eigum að hafa það stolt gagnvart löggjafarsamkundunni að gefa henni gott rými og að þessi fallegu, gömlu hús fái að njóta sín. Það munu þau ekki gera ef þetta verður að veruleika." Ásta Ragnheiður segir annað áhyggjuefni vera umferðina á svæðinu. Nú þegar sé mjög mikil umferð um svæðið vegna fjölmargra hótela. „Það er geysileg umferð um Kirkjustræti og Aðalstræti og hér standa rútur, trukkar, háfjallabílar og bílaleigubílar þvers og kruss um allt og það er nánast ekki hægt að komast hér að. Mér finnst það ekki boðlegt löggjafanum að fá svona mikið byggingamagn á svæðið." Atburðir í nágrenni þinghúsa víða um heim hafa orðið til þess að meira hefur verið hugað að öryggismálum að undanförnu, að sögn Ástu Ragnheiðar. Þess vegna þurfi að vera auðveld aðkoma að húsinu og nefnir hún sem dæmi að á reitnum séu gömul og viðkvæm timburhús. Rætt hefur verið um að Alþingi kaupi Landsímahúsið og noti undir skrifstofur. Ásta Ragnheiður segir þingið hafa skoðað ýmsar leiðir til að leysa húsnæðisvandann, en hún viti ekki betur en að eigendur hússins vilji bara reka þar hótel. - þeb Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
„Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. „Það er verið að færa byggingar alveg að Alþingisreitnum, alveg út í gangstétt. Þetta þrengir mjög að gömlu húsunum sem við höfum verið að gera upp á Alþingisreitnum og mun skyggja algjörlega á þau." Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með borgaryfirvöldum áður en samkeppnin var haldin til að gera þeim grein fyrir afstöðu þingsins. „En það hvarflaði aldrei að okkur að menn ætluðu að færa byggingarnar alveg ofan í skrifstofuhúsnæði þingsins. Hér í þessum gömlu húsum verður bara myrkur ef þetta verður að veruleika, sem löggjafinn getur vart sætt sig við. Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að við eigum að hafa það stolt gagnvart löggjafarsamkundunni að gefa henni gott rými og að þessi fallegu, gömlu hús fái að njóta sín. Það munu þau ekki gera ef þetta verður að veruleika." Ásta Ragnheiður segir annað áhyggjuefni vera umferðina á svæðinu. Nú þegar sé mjög mikil umferð um svæðið vegna fjölmargra hótela. „Það er geysileg umferð um Kirkjustræti og Aðalstræti og hér standa rútur, trukkar, háfjallabílar og bílaleigubílar þvers og kruss um allt og það er nánast ekki hægt að komast hér að. Mér finnst það ekki boðlegt löggjafanum að fá svona mikið byggingamagn á svæðið." Atburðir í nágrenni þinghúsa víða um heim hafa orðið til þess að meira hefur verið hugað að öryggismálum að undanförnu, að sögn Ástu Ragnheiðar. Þess vegna þurfi að vera auðveld aðkoma að húsinu og nefnir hún sem dæmi að á reitnum séu gömul og viðkvæm timburhús. Rætt hefur verið um að Alþingi kaupi Landsímahúsið og noti undir skrifstofur. Ásta Ragnheiður segir þingið hafa skoðað ýmsar leiðir til að leysa húsnæðisvandann, en hún viti ekki betur en að eigendur hússins vilji bara reka þar hótel. - þeb
Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira