Ljúka verður við rammaáætlun Steinunn Stefánsdóttir skrifar 26. júlí 2012 06:00 Orkustofnun gaf í gær út rannsóknarleyfi til Landsvirkjunar vegna virkjunar í Stóru Laxá í Hrunamannahreppi. Landsvirkjun hyggst rannsaka hagkvæmni þess að að nýta rennsli árinnar og fall frá miðlunarlóni í Illaveri að fyrirhugaðri virkjun sem yrði skammt frá Hrunakrók í Hrunamannahreppi. Lög um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða voru samþykkt á síðasta ári en þau lög eru rammi um lagalegan sess rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem enn er í vinnslu. Svæðið sem um ræðir er ekki að finna í þeirri flokkun sem nú liggur fyrir. Hjá Orkustofnun bíða nú umsóknir um rannsóknarleyfi vegna virkjana á þremur svæðum sem öll eru í biðflokki í drögum að rammaáætlun. Þar er um að ræða virkjun við Hagavatn, í Hvítá ofan við Gullfoss og í Skjálfandafljóti. Í frétt blaðsins á þriðjudag kom fram það sjónarmið Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að rammaáætlun hefði ekki lagalegt gildi þar til lokið hefði verið við gerð hennar. „Við í stjórnsýslunni getum ekki farið eftir einhverjum frumvörpum eða tillögum sem liggja frammi," segir hann. „Sérstaklega ekki með tilliti til þess að löggjafinn hefur haft þær undir höndum töluvert lengi án þess að samþykkja þær. Þá fer auðvitað að falla svolítið á þær." Það hlýtur að vekja furðu að Orkustofnun skuli velja að líta fram hjá þeirri vinnu sem unnin hefur verið í löngu og ítarlegu ferli við gerð rammaáætlunar. Ætla mætti að hægt væri að benda á þau drög að rammaáætlun sem nú liggja fyrir í rökum fyrir því að bíða með veitingu rannsóknarleyfa vegna verkefna sem nú eru flokkuð í biðflokk. Auk þess má benda á að með setningu laganna liggur fyrir að Alþingi ætlar að leggja línur um nýtingu landssvæða og náttúruauðlinda. Þá ætlan þingsins ætti ekki að virða að vettugi. Orkumálastjóri hefur meira að segja sjálfur setið í verkefnisstjórn rammaáætlunar og þekkir því vel til ítarlegs ferlis áætlunarinnar og mikilvægis þess að það sé virt í hvívetna eins og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra benti á í frétt blaðsins í gær. Tilgangur rammaáætlunar er að fyrir liggi skýr sýn á það hvernig háttað sé sambúð náttúru og nýtingar. Líklega er of mikil bjartsýni að ætla að með henni muni ríkja alger friður bæði um þau svæði sem á að vernda og þau sem á að nýta. Línurnar verða þó í það minnsta skýrari og vonast verður til að orkufyrirtækin einbeiti sér að þeim virkjanakostum sem sátt hefur náðst um. Þar til rammarnir liggja fyrir er mikilvægt að framkvæmdavaldið flani ekki að ákvörðunum um nýtingu náttúrusvæða. Útgáfa rannsóknarleyfis vegna Stóru Laxár og umsóknir um rannsóknarleyfi vegna þriggja virkjana í biðflokki eru brýn áminning um mikilvægi þess að ljúka vinnunni við rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Orkustofnun gaf í gær út rannsóknarleyfi til Landsvirkjunar vegna virkjunar í Stóru Laxá í Hrunamannahreppi. Landsvirkjun hyggst rannsaka hagkvæmni þess að að nýta rennsli árinnar og fall frá miðlunarlóni í Illaveri að fyrirhugaðri virkjun sem yrði skammt frá Hrunakrók í Hrunamannahreppi. Lög um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða voru samþykkt á síðasta ári en þau lög eru rammi um lagalegan sess rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem enn er í vinnslu. Svæðið sem um ræðir er ekki að finna í þeirri flokkun sem nú liggur fyrir. Hjá Orkustofnun bíða nú umsóknir um rannsóknarleyfi vegna virkjana á þremur svæðum sem öll eru í biðflokki í drögum að rammaáætlun. Þar er um að ræða virkjun við Hagavatn, í Hvítá ofan við Gullfoss og í Skjálfandafljóti. Í frétt blaðsins á þriðjudag kom fram það sjónarmið Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að rammaáætlun hefði ekki lagalegt gildi þar til lokið hefði verið við gerð hennar. „Við í stjórnsýslunni getum ekki farið eftir einhverjum frumvörpum eða tillögum sem liggja frammi," segir hann. „Sérstaklega ekki með tilliti til þess að löggjafinn hefur haft þær undir höndum töluvert lengi án þess að samþykkja þær. Þá fer auðvitað að falla svolítið á þær." Það hlýtur að vekja furðu að Orkustofnun skuli velja að líta fram hjá þeirri vinnu sem unnin hefur verið í löngu og ítarlegu ferli við gerð rammaáætlunar. Ætla mætti að hægt væri að benda á þau drög að rammaáætlun sem nú liggja fyrir í rökum fyrir því að bíða með veitingu rannsóknarleyfa vegna verkefna sem nú eru flokkuð í biðflokk. Auk þess má benda á að með setningu laganna liggur fyrir að Alþingi ætlar að leggja línur um nýtingu landssvæða og náttúruauðlinda. Þá ætlan þingsins ætti ekki að virða að vettugi. Orkumálastjóri hefur meira að segja sjálfur setið í verkefnisstjórn rammaáætlunar og þekkir því vel til ítarlegs ferlis áætlunarinnar og mikilvægis þess að það sé virt í hvívetna eins og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra benti á í frétt blaðsins í gær. Tilgangur rammaáætlunar er að fyrir liggi skýr sýn á það hvernig háttað sé sambúð náttúru og nýtingar. Líklega er of mikil bjartsýni að ætla að með henni muni ríkja alger friður bæði um þau svæði sem á að vernda og þau sem á að nýta. Línurnar verða þó í það minnsta skýrari og vonast verður til að orkufyrirtækin einbeiti sér að þeim virkjanakostum sem sátt hefur náðst um. Þar til rammarnir liggja fyrir er mikilvægt að framkvæmdavaldið flani ekki að ákvörðunum um nýtingu náttúrusvæða. Útgáfa rannsóknarleyfis vegna Stóru Laxár og umsóknir um rannsóknarleyfi vegna þriggja virkjana í biðflokki eru brýn áminning um mikilvægi þess að ljúka vinnunni við rammaáætlun.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun