Iss piss piss Erla Hlynsdóttir skrifar 31. júlí 2012 06:00 „Væri ég rukkuð fyrir að fara á salernið þá myndi ég glöð pissa á gólfið í staðinn." Þetta eru viðbrögð konu nokkurrar við því að eigandi vegasjoppu íhugar að láta þá sem ekkert versla borga fyrir að nota klósettið. Viðbrögðin má sjá á dv.is, undir frétt þar sem fjallað er um að eigandi Baulu í Borgarnesi sé búinn að fá nóg af „hlandrútum" sem stoppi með tugi farþega sem fari bara á klósettið en kaupi ekkert. Fleiri lesendur dv.is eru ósáttir við eigandann. „Ef hann væri bara með eitt klósett væri þetta ekki vandamál til að byrja með; hann hefði bara ekkert átt að inrétta (sic) 5 klósetbása (sic) á (sic) hvert kyn í litlu sjoppuna sína," segir annar. Ég er nú bara þannig gerð að ég hélt einmitt að salerni á vegasjoppum væru bara fyrir viðskiptavini. Allir sem hafa unnið við að þrífa salerni á mannmörgum stöðum, þar á meðal ég, vita að það kostar að halda úti snyrtilegri klósett-aðstöðu. Eigandinn borgar fyrir hreinsiefni á klósett, gólf, vaska og spegla. Hann borgar fyrir tuskur, salernis-pappír og handsápu. Hann borgar fyrir ljósaperurnar og rafmagnið, og hann borgar fyrir heita vatnið. Síðast en ekki síst borgar hann svo laun þeim sem sér um þrifin. Ef mikil er umferðin þarf sannarlega að þrífa oft á dag. Karlmaður sem skrifar á dv.is er samt vantrúaður. „Ef gjaldtaka verður á klósettin þá endar það með því að allt gras við þjóðvegi landsins verður hlandbrunnið. Af hverju? Svar: Sjoppuliðið ætlar að græða svo svakalega á þessu að það verður ekki stígandi inn á klósettin." Annar maður bendir þá þessum manni á að hafa smá trú á mannkyninu. Þeir sem hafa ferðast um heiminn vita hins vegar að það tíðkast víða einmitt að rukka sérstakt klósettgjald. „Hvað með það? þurfum ekki að apa allt upp eins og er gert í útlöndum! við skulum ekki fara að tala heldur fyrir fleiri útgjöldum!" Nei, suma lesendur dv.is var ekki hægt að sannfæra. „hef alltaf verid svo ánægd med Ísland ad þad er frítt ad míga hvar sem er." (!) Ég hef pissað úti í vindinum. Ég hef pissað við þjóðveginn og fengið strá í rassinn. Ég hef hlaupið frá einum steini til annars, með buxurnar á hælunum, á flótta undan aðvífandi bílaumferð. Fyrir mig er þetta ekki spurning. Ég vil glöð borga fyrir að pissa inni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun
„Væri ég rukkuð fyrir að fara á salernið þá myndi ég glöð pissa á gólfið í staðinn." Þetta eru viðbrögð konu nokkurrar við því að eigandi vegasjoppu íhugar að láta þá sem ekkert versla borga fyrir að nota klósettið. Viðbrögðin má sjá á dv.is, undir frétt þar sem fjallað er um að eigandi Baulu í Borgarnesi sé búinn að fá nóg af „hlandrútum" sem stoppi með tugi farþega sem fari bara á klósettið en kaupi ekkert. Fleiri lesendur dv.is eru ósáttir við eigandann. „Ef hann væri bara með eitt klósett væri þetta ekki vandamál til að byrja með; hann hefði bara ekkert átt að inrétta (sic) 5 klósetbása (sic) á (sic) hvert kyn í litlu sjoppuna sína," segir annar. Ég er nú bara þannig gerð að ég hélt einmitt að salerni á vegasjoppum væru bara fyrir viðskiptavini. Allir sem hafa unnið við að þrífa salerni á mannmörgum stöðum, þar á meðal ég, vita að það kostar að halda úti snyrtilegri klósett-aðstöðu. Eigandinn borgar fyrir hreinsiefni á klósett, gólf, vaska og spegla. Hann borgar fyrir tuskur, salernis-pappír og handsápu. Hann borgar fyrir ljósaperurnar og rafmagnið, og hann borgar fyrir heita vatnið. Síðast en ekki síst borgar hann svo laun þeim sem sér um þrifin. Ef mikil er umferðin þarf sannarlega að þrífa oft á dag. Karlmaður sem skrifar á dv.is er samt vantrúaður. „Ef gjaldtaka verður á klósettin þá endar það með því að allt gras við þjóðvegi landsins verður hlandbrunnið. Af hverju? Svar: Sjoppuliðið ætlar að græða svo svakalega á þessu að það verður ekki stígandi inn á klósettin." Annar maður bendir þá þessum manni á að hafa smá trú á mannkyninu. Þeir sem hafa ferðast um heiminn vita hins vegar að það tíðkast víða einmitt að rukka sérstakt klósettgjald. „Hvað með það? þurfum ekki að apa allt upp eins og er gert í útlöndum! við skulum ekki fara að tala heldur fyrir fleiri útgjöldum!" Nei, suma lesendur dv.is var ekki hægt að sannfæra. „hef alltaf verid svo ánægd med Ísland ad þad er frítt ad míga hvar sem er." (!) Ég hef pissað úti í vindinum. Ég hef pissað við þjóðveginn og fengið strá í rassinn. Ég hef hlaupið frá einum steini til annars, með buxurnar á hælunum, á flótta undan aðvífandi bílaumferð. Fyrir mig er þetta ekki spurning. Ég vil glöð borga fyrir að pissa inni.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun