Ráðist að meinsemdinni sjálfri Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. ágúst 2012 06:00 Norðmenn hafa búið til vefsíu sem hindrar notkun á barnaklámi og stöðvar mörg þúsund heimsóknir á barnaklámssíður þar dag hvern. Í síuna eru skráðar um þúsund vefsíður sem hafa verið skilgreindar ólöglegar. Hún er sett upp hjá netþjónustum og nær þá til allra sem eru í viðskiptum við þau fyrirtæki sem nota síuna. Virknin er þannig að ef notandi reynir að fara inn á skráða síðu þá fær hann skilaboð um að hún innihaldi ólöglegt efni. Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru aðilar að síunni en íslensk lög koma í veg fyrir að Ísland geti tekið hana í notkun. Lagabreytingar væri þörf til að hægt væri að taka kerfið upp og hefur íslenska lögreglan áhuga á að Ísland verði aðili að samstarfinu. Vitaskuld á að beita öllum tiltækum verkfærum sem notast geta til að uppræta það að níðst sé á börnum. Í fljótu bragði virðist sía sem þessi vera slíkt verkfæri en þegar að er gáð kann að vera að notkun svona síu leiði athyglina um of frá hinu raunverulega vandamáli sem er misnotkun á börnum. Auk þess eru hömlur á netnotkun viðkvæmt mál. Vefsíur sem eiga að hamla umferð inn á vefsíður með ólöglegu efni geta veitt falska öryggiskennd segir Þröstur Jónsson hjá Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi í frétt blaðsins í gær en að mati Þrastar geta þeir sem vilja komist fram hjá þessum síum. Mat samtakanna er einnig að notkun síunnar bjóði heim hættu á ritskoðun á netnotkun. Vitað er að um víða veröld eru netsíur notaðar til þess að hamla aðgengi almennra borgara að upplýsingum. Með notkun slíkra sía verður því að fara með gát, jafnvel þótt tilgangurinn sé sá að koma í veg fyrir að sjúkt fólk nálgist viðurstyggilegt efni á netinu. Athuga verður að sía sem þessi er eðlisólík netsíum sem til dæmis foreldrar velja að setja upp á tölvum eins heimilis. Líklega er það rétt hjá Þresti að ef menn eru á annað borð á höttunum eftir efni eins og barnaklámi þá láti þeir ekki vefsíur stöðva sig svo glatt. Hin raunverulega meinsemd liggur jú þar sem efnið er framleitt, hjá þeim sem misnota börn í þeim tilgangi að hagnast á þeim sjúkleika sem sókn í barnaklám er. Margt bendir til að vefsía eins og sú sem hér um ræðir breyti litlu eða jafnvel engu um þá viðurstyggilegu starfsemi. Fyrst upplýsingar eru fyrir hendi um allan þennan fjölda af netsíðum sem innihalda ólöglegt efni er ekki annað hægt en að spyrja sig að því hvers vegna þær eru ekki notaðar til þess að uppræta starfsemina, leita uppi gerendurna og láta þá taka ábyrgð. Sem betur fer virðist sem lögreglu á alþjóðavísu gangi það stöðugt betur. Um það vitna rassíur sem gerðar hafa verið í mörgum löndum sem upprætt hafa starfsemi barnaklámhringa. Þegar upp er staðið skiptir auðvitað höfuðmáli að beita öllum hugsanlegum ráðum til þess að uppræta misnotkun á börnum og koma í veg fyrir að barnaklám verði yfir höfuð til. Það verkefni er svo miklu mikilvægara en hitt að koma í veg fyrir að sjúkt fólk komist yfir barnaklám á netinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Norðmenn hafa búið til vefsíu sem hindrar notkun á barnaklámi og stöðvar mörg þúsund heimsóknir á barnaklámssíður þar dag hvern. Í síuna eru skráðar um þúsund vefsíður sem hafa verið skilgreindar ólöglegar. Hún er sett upp hjá netþjónustum og nær þá til allra sem eru í viðskiptum við þau fyrirtæki sem nota síuna. Virknin er þannig að ef notandi reynir að fara inn á skráða síðu þá fær hann skilaboð um að hún innihaldi ólöglegt efni. Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru aðilar að síunni en íslensk lög koma í veg fyrir að Ísland geti tekið hana í notkun. Lagabreytingar væri þörf til að hægt væri að taka kerfið upp og hefur íslenska lögreglan áhuga á að Ísland verði aðili að samstarfinu. Vitaskuld á að beita öllum tiltækum verkfærum sem notast geta til að uppræta það að níðst sé á börnum. Í fljótu bragði virðist sía sem þessi vera slíkt verkfæri en þegar að er gáð kann að vera að notkun svona síu leiði athyglina um of frá hinu raunverulega vandamáli sem er misnotkun á börnum. Auk þess eru hömlur á netnotkun viðkvæmt mál. Vefsíur sem eiga að hamla umferð inn á vefsíður með ólöglegu efni geta veitt falska öryggiskennd segir Þröstur Jónsson hjá Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi í frétt blaðsins í gær en að mati Þrastar geta þeir sem vilja komist fram hjá þessum síum. Mat samtakanna er einnig að notkun síunnar bjóði heim hættu á ritskoðun á netnotkun. Vitað er að um víða veröld eru netsíur notaðar til þess að hamla aðgengi almennra borgara að upplýsingum. Með notkun slíkra sía verður því að fara með gát, jafnvel þótt tilgangurinn sé sá að koma í veg fyrir að sjúkt fólk nálgist viðurstyggilegt efni á netinu. Athuga verður að sía sem þessi er eðlisólík netsíum sem til dæmis foreldrar velja að setja upp á tölvum eins heimilis. Líklega er það rétt hjá Þresti að ef menn eru á annað borð á höttunum eftir efni eins og barnaklámi þá láti þeir ekki vefsíur stöðva sig svo glatt. Hin raunverulega meinsemd liggur jú þar sem efnið er framleitt, hjá þeim sem misnota börn í þeim tilgangi að hagnast á þeim sjúkleika sem sókn í barnaklám er. Margt bendir til að vefsía eins og sú sem hér um ræðir breyti litlu eða jafnvel engu um þá viðurstyggilegu starfsemi. Fyrst upplýsingar eru fyrir hendi um allan þennan fjölda af netsíðum sem innihalda ólöglegt efni er ekki annað hægt en að spyrja sig að því hvers vegna þær eru ekki notaðar til þess að uppræta starfsemina, leita uppi gerendurna og láta þá taka ábyrgð. Sem betur fer virðist sem lögreglu á alþjóðavísu gangi það stöðugt betur. Um það vitna rassíur sem gerðar hafa verið í mörgum löndum sem upprætt hafa starfsemi barnaklámhringa. Þegar upp er staðið skiptir auðvitað höfuðmáli að beita öllum hugsanlegum ráðum til þess að uppræta misnotkun á börnum og koma í veg fyrir að barnaklám verði yfir höfuð til. Það verkefni er svo miklu mikilvægara en hitt að koma í veg fyrir að sjúkt fólk komist yfir barnaklám á netinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun