Atvinnuvegirnir í eitt ráðuneyti 30. ágúst 2012 06:00 Stjórnarráðshúsið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, efnahags- og viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti renna öll saman í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.fréttablaðið/gva Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamótin. Segja má að með því sé forn skipan endurvakin, því í árdaga íslenskrar stjórnsýslu sátu atvinnumálaráðherrar í ríkisstjórn. Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta. Steingrímur J. Sigfússon gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Hann segist sannfærður um að breytingin sé til batnaðar. „Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningnum er ég enn sannfærðari en áður um að þetta er hárrétt ákvörðun og í raun mjög tímabær fyrir Ísland einmitt núna. Það er til bóta að ná saman á einum stað í öflugu tæki málefnum alls hins almenna atvinnulífs. Með því verða atvinnugreinarnar gerðar jafn settar og hægt verður að sinna sameiginlegum málefnum þeirra allra með öflugum hætti." Steingrímur segir að með þessu sé verið að endurskipuleggja stjórnsýsluna í ljósi nútímaaðstæðna í atvinnulífinu, þannig að skipulagið mótist ekki af löngu liðnum tíma, heldur stöðunni í dag og þörfum framtíðarinnar. Meira jafnræði skapist með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtagrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma. Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi, og svo mætti lengi telja." Rannsóknarskýrsla Alþingis setti út á smæð stofnana í íslensku stjórnkerfi, sem og skýrsla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um stjórnarráðið. Steingrímur segir að brugðist sé við þeim athugasemdum með þessum breytingum. „Veikleikar íslenskrar stjórnsýslu voru allt of margar, smáar og dreifðar einingar sem unnu ekki saman með nægilega skilvirkum hætti. Við því er meðal annars brugðist með þessum breytingum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamótin. Segja má að með því sé forn skipan endurvakin, því í árdaga íslenskrar stjórnsýslu sátu atvinnumálaráðherrar í ríkisstjórn. Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta. Steingrímur J. Sigfússon gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Hann segist sannfærður um að breytingin sé til batnaðar. „Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningnum er ég enn sannfærðari en áður um að þetta er hárrétt ákvörðun og í raun mjög tímabær fyrir Ísland einmitt núna. Það er til bóta að ná saman á einum stað í öflugu tæki málefnum alls hins almenna atvinnulífs. Með því verða atvinnugreinarnar gerðar jafn settar og hægt verður að sinna sameiginlegum málefnum þeirra allra með öflugum hætti." Steingrímur segir að með þessu sé verið að endurskipuleggja stjórnsýsluna í ljósi nútímaaðstæðna í atvinnulífinu, þannig að skipulagið mótist ekki af löngu liðnum tíma, heldur stöðunni í dag og þörfum framtíðarinnar. Meira jafnræði skapist með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtagrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma. Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi, og svo mætti lengi telja." Rannsóknarskýrsla Alþingis setti út á smæð stofnana í íslensku stjórnkerfi, sem og skýrsla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um stjórnarráðið. Steingrímur segir að brugðist sé við þeim athugasemdum með þessum breytingum. „Veikleikar íslenskrar stjórnsýslu voru allt of margar, smáar og dreifðar einingar sem unnu ekki saman með nægilega skilvirkum hætti. Við því er meðal annars brugðist með þessum breytingum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira