Óttast að Bandaríkin loki á siglingar héðan til Ameríku 30. ágúst 2012 08:00 Laumast í Sundahöfn Þrír hælisleitendur læðast um á afgirtu svæði Eimskips.MYNd/Eimskip Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins." Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættismönnum ráðuneyta, útlendingaeftirlits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað," skrifar Gylfi ráðuneytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við erum enn að bíða," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfirvöld eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips.- gar Fréttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins." Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættismönnum ráðuneyta, útlendingaeftirlits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað," skrifar Gylfi ráðuneytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við erum enn að bíða," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfirvöld eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips.- gar
Fréttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira