Ótrúlega góðhjörtuð sál 31. ágúst 2012 10:00 Fjölskyldan samankomin Ari, Linda og Humar stilla sér upp fyrir jólakort fjölskyldunnar í fyrra.Mynd/fríður Eggertsdóttir „Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi," segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikilvægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu," segja þau. Það tók um tíu klukkustundir að taka upp umrædda þakkarræðu og að sögn Ara tók það verulega á raddböndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn." Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!" – svo heldur hann bara áfram." Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim töluvert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auðveldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina." Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir." sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
„Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi," segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikilvægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu," segja þau. Það tók um tíu klukkustundir að taka upp umrædda þakkarræðu og að sögn Ara tók það verulega á raddböndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn." Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!" – svo heldur hann bara áfram." Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim töluvert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auðveldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina." Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir." sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira