Peningum safnað í strætóbauk í Höfða 31. ágúst 2012 04:00 Safnast þegar saman kemur Gestir í Höfða sýnast hafa verið örlátir í sumar og bæði íslenskir seðlar og erlendir streymt í farmiðabaukinn sem Strætó lagði til fyrir frjáls framlög. Mikilvægt þykir að peningar séu sýnilegir.Fréttablaðið/GVA „Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr," segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar. Reykjavíkurborg ákvað í vor að opna Höfða fyrir almenningi sem, frá því 5. júní í sumar, hefur getað skoðað sig um í húsinu alla virka daga milli klukkan ellefu og fjögur. „Ef við hefðum farið að innheimta aðgangseyri þá hefði það kostað heilan starfsmann sem hefði þurft að vera þarna og taka við honum," útskýrir Bjarni ástæðu þess að ákveðið var að sleppa gestum við að borga sig inn en setja þess í stað upp bauk fyrir frjáls framlög til að fá fé upp í kostnað. Síðasti dagur sumaropnunarinnar er í dag. Höfði verður opnaður klukkan ellefu að venju en búast má við að húsinu verði lokað fyrr en venjulega, jafnvel strax klukkan eitt, vegna móttöku sem þar verður eftir hádegi. „Aðsóknin hefur verið góð," segir Bjarni um reynsluna af sumaropnuninni. Hann upplýsir að gestir hafi verið taldir í sumar og að verið sé að taka saman þær tölur. Jafnframt verði söfnunarbaukurinn nú opnaður í fyrsta sinn frá því í sumarbyrjun og talið upp úr honum. Um er að ræða gamlan farmiða- og fargjaldsbauk frá Strætó. „Þeir hjá Strætó eru með lykilinn og munu koma og opna baukinn með viðhöfn." Sumaropnunin í Höfða var rædd á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Fram kom að jafnframt því að almenningur hefði getað skoðað húsið hefði verið sýning á efri hæð um byggingu Höfða og sögu norskra húsa á Íslandi. Þá hafi í mörg ár verið ljósmyndasýning á neðstu hæð um leiðtogafundinn í Höfða í október 1986. „Opnun hússins í sumar hefur gengið afar vel og er stefnt að því að opna það fyrir almenningi aftur næsta sumar," segir menningar- og ferðamálaráð. Áhugasamir hafa því tækifæri til að skoða Höfða til klukkan um það bil eitt í dag og hugsanlega setja pening í baukinn áður en húsið verður þeim lokað fram á næsta sumar. gar@frettabladi.is Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr," segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar. Reykjavíkurborg ákvað í vor að opna Höfða fyrir almenningi sem, frá því 5. júní í sumar, hefur getað skoðað sig um í húsinu alla virka daga milli klukkan ellefu og fjögur. „Ef við hefðum farið að innheimta aðgangseyri þá hefði það kostað heilan starfsmann sem hefði þurft að vera þarna og taka við honum," útskýrir Bjarni ástæðu þess að ákveðið var að sleppa gestum við að borga sig inn en setja þess í stað upp bauk fyrir frjáls framlög til að fá fé upp í kostnað. Síðasti dagur sumaropnunarinnar er í dag. Höfði verður opnaður klukkan ellefu að venju en búast má við að húsinu verði lokað fyrr en venjulega, jafnvel strax klukkan eitt, vegna móttöku sem þar verður eftir hádegi. „Aðsóknin hefur verið góð," segir Bjarni um reynsluna af sumaropnuninni. Hann upplýsir að gestir hafi verið taldir í sumar og að verið sé að taka saman þær tölur. Jafnframt verði söfnunarbaukurinn nú opnaður í fyrsta sinn frá því í sumarbyrjun og talið upp úr honum. Um er að ræða gamlan farmiða- og fargjaldsbauk frá Strætó. „Þeir hjá Strætó eru með lykilinn og munu koma og opna baukinn með viðhöfn." Sumaropnunin í Höfða var rædd á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Fram kom að jafnframt því að almenningur hefði getað skoðað húsið hefði verið sýning á efri hæð um byggingu Höfða og sögu norskra húsa á Íslandi. Þá hafi í mörg ár verið ljósmyndasýning á neðstu hæð um leiðtogafundinn í Höfða í október 1986. „Opnun hússins í sumar hefur gengið afar vel og er stefnt að því að opna það fyrir almenningi aftur næsta sumar," segir menningar- og ferðamálaráð. Áhugasamir hafa því tækifæri til að skoða Höfða til klukkan um það bil eitt í dag og hugsanlega setja pening í baukinn áður en húsið verður þeim lokað fram á næsta sumar. gar@frettabladi.is
Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira