Eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur hefur í sumar verið notaður við sameiginlegt fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu. Eftirlitinu er þannig háttað að eftirlitsmenn Fiskistofu fara um borð í bátana, fara yfir veiðarfæri, afla, lögskráningu, samsetningu afla og afladagbækur. Hjá grásleppubátum er einnig kannaður netafjöldi, sem má vera 100 net á hvern lögskráðan skipverja um borð.
Landhelgisgæslan hefur umsjón með Baldri, leggur til mannskap og búnað vegna hans.- shá
